Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 22:05 Joel Piroe gulltryggði sigurinn með glæsilegu marki í uppbótartíma. Danny Lawson/PA Images via Getty Images Leeds vann enn einn endurkomusigurinn, í þetta sinn í toppslag á útivelli gegn Sheffield United. Lokatölur 1-3 fyrir Leeds eftir að liðið lenti undir snemma. Leeds er nú með fimm stiga forskot í efsta sæti Championship deildarinnar á Englandi. Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025 Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira