Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 10:57 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Hann hefur nú verið dæmdur í bann vegna hegðunarinnar eftir leikinn við Everton. Getty/Carl Recine Arne Slot, þjálfari Liverpool á Englandi, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna framkomu hans eftir jafntefli við Everton í grannaslag á dögunum. Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira