Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 10:57 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Hann hefur nú verið dæmdur í bann vegna hegðunarinnar eftir leikinn við Everton. Getty/Carl Recine Arne Slot, þjálfari Liverpool á Englandi, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna framkomu hans eftir jafntefli við Everton í grannaslag á dögunum. Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira
Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira