Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 09:32 Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er einn af því sem hefur komið því í tísku að spila með litlar legghlífar. Getty/Visionhaus Það er skylda í fótbolta að spila með legghlífar en nýjasta æðið er að nota pínulitlar legghlífar til að fylgja þessari reglu. Norska knattspyrnusambandið ætlar að skera upp herör gegn slíku. Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal. Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Sjá meira
Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal.
Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Sjá meira