Enski boltinn

Calvert-Lewin á leið til Leeds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin lék með Everton um níu ára skeið.
Dominic Calvert-Lewin lék með Everton um níu ára skeið. epa/ANDY RAIN

Framherjinn Dominic Calvert-Lewin hefur náð samkomulagi við Leeds United um að ganga í raðir í nýliðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Calvert-Lewin yfirgaf herbúðir Everton í sumar eftir níu ár hjá félaginu. Hann lék 273 leiki fyrir Everton og skoraði 71 mark.

Hinn 28 ára Calvert-Lewin hefur leikið ellefu landsleiki fyrir England og skorað fjögur mörk. Hann var í enska hópnum á EM 2021.

Leeds vann B-deildina á síðasta tímabili og endurheimti þar með sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir tveggja ára fjarveru.

Auk Calvert-Lewin munu Joël Piroe og Lukas Nmecha berjast um framherjastöðurnar hjá Leeds í vetur. Patrick Bamford hefur verið tjáð að hann megi yfirgefa félagið.

Calvert-Lewin gæti mætt sínum gömlu félögum í fyrsta leik sínum fyrir Leeds en liðið fær Everton í heimsókn í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á mánudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×