Rikki G skilar lyklunum að FM957 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. mars 2025 09:38 Egill Ploder tekur við starfi Rikka sem dagskrárstjóri FM957. Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans. Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira