Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 12:40 Söngelsku bræðurnir í VÆB hafa slegið í gegn og krakkarnir keppast við að líkjast þeim á öskudaginn. Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu. Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“ Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“
Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira