Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 23:31 Fabio Capello er ekki hrifinn af Pep Guardiola og segir mikil áhrif hans vera slæm fyrir fótboltann. AFP/FADEL SENNA/Oli SCARFF Eitt er víst. Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola á sér marga aðdáendur en Ítalinn Fabio Capello er ekki í þeirra hópi. Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira
Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira