„Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. mars 2025 19:01 Kristján Örn Kristjánsson átti góðan leik fyrir Ísland eftir langa fjarveru frá íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag. Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira