Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 10:01 Orri Steinn Óskarsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu en í næsta landsleik verður hann kominn með fyrirliðabandið. AFP/Attila KISBENEDEK Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og það þrátt fyrir að vera ekki búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Hann nær þó hvorki metinu yfir yngsta fyrirliða Íslands í karlalandsleik, hvorki í vináttuleik né í keppnisleik. Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM) Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira