Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 09:37 Egill kom Rikka heldur betur á óvart í stúdíói FM957 í morgun. Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G á stórafmæli í dag. Hann er fertugur í dag og kollegi hans Egill Ploder kom honum heldur betur á óvart í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann fékk Karlakórinn Esju til að koma Rikka á óvart með afmælissöng og átti afmælisbarnið erfitt með að halda eftir tárunum að því loknu. Egill kom húfu fyrir á haus Rikka, þannig að hann sæi alveg örugglega ekki hvað átti sér stað í stúdíóinu. Þá var næst að skrúfa niður í Shawn Mendes, biðja hann afsökunar og bjóða Rikka að taka af sér húfu og heyrnartól. Rikka krossbrá líkt og myndbandið hér fyrir neðan sýnir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) „Ég veit ekki hvað ég á að segja hérna“ Rikki var heldur betur meyr að flutningi loknum en karlakórinn klappaði að sjálfsögðu fyrir okkar manni. „Hvern djöfullinn ertu að gera mér?!“ spurði hann Egil á léttum nótum eftir að hafa blásið á afmæliskertin. „Drengir, ég veit ekki hvað ég á að segja hérna. Heyrðu, ég er bara að fara að grenja. Þetta er of mikið. En kærar þakkir fyrir mig, shit, hvenær eru næstu tónleikar hjá ykkur?!“ spurði Rikki áður en hann fékk góðfúslegt leyfi til þess að setja á lag. Í klippunni hér fyrir ofan má því næst sjá hvernig Egill útskýrir skipulagninguna. Hann hafi heyrt í karlakórnum og ekki endilega átt von á því að jafn margir myndu hafa tök á að mæta líkt og varð raunin. „Þetta var of mikið Egill!“ segir Rikki á meðan hann þurrkar tárin úr augunum. Hann segist svo þakklátur fyrir að vera elskaður. „Nú þarf ég að fara að hugsa hvernig í fjandanum ég toppa þetta!“ segir Rikki og Egill bendir honum á að hann hafi tíu ár. Brennslan FM957 Tímamót Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Egill kom húfu fyrir á haus Rikka, þannig að hann sæi alveg örugglega ekki hvað átti sér stað í stúdíóinu. Þá var næst að skrúfa niður í Shawn Mendes, biðja hann afsökunar og bjóða Rikka að taka af sér húfu og heyrnartól. Rikka krossbrá líkt og myndbandið hér fyrir neðan sýnir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) „Ég veit ekki hvað ég á að segja hérna“ Rikki var heldur betur meyr að flutningi loknum en karlakórinn klappaði að sjálfsögðu fyrir okkar manni. „Hvern djöfullinn ertu að gera mér?!“ spurði hann Egil á léttum nótum eftir að hafa blásið á afmæliskertin. „Drengir, ég veit ekki hvað ég á að segja hérna. Heyrðu, ég er bara að fara að grenja. Þetta er of mikið. En kærar þakkir fyrir mig, shit, hvenær eru næstu tónleikar hjá ykkur?!“ spurði Rikki áður en hann fékk góðfúslegt leyfi til þess að setja á lag. Í klippunni hér fyrir ofan má því næst sjá hvernig Egill útskýrir skipulagninguna. Hann hafi heyrt í karlakórnum og ekki endilega átt von á því að jafn margir myndu hafa tök á að mæta líkt og varð raunin. „Þetta var of mikið Egill!“ segir Rikki á meðan hann þurrkar tárin úr augunum. Hann segist svo þakklátur fyrir að vera elskaður. „Nú þarf ég að fara að hugsa hvernig í fjandanum ég toppa þetta!“ segir Rikki og Egill bendir honum á að hann hafi tíu ár.
Brennslan FM957 Tímamót Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira