Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. mars 2025 11:30 Kalli Bjarni hefur aldrei verið betri. Vísir/Vilhelm Kalli Bjarni hefur verið edrú í eitt ár og segist vera búinn að breyta lífi sínu til hins betra. Hann gefur nú loksins út tónlist sem hann semur sjálfur, segist hafa samið mikið undanfarin ár en aldrei viljað gefa lögin út fyrr en hann yrði á nægilega góðum stað til þess að fylgja þeim eftir. Þetta er meðal þess sem fram kom í Brennslunni á FM957 í morgun. Þangað mætti Kalli Bjarni í nýjan lið í Brennslunni sem heitir Hvar ertu nú? Um er að ræða spjall við einstaklinga sem voru mikið í sviðsljósinu og þjóðfélagsumræðunni á ákveðnum tíma en hafa að undanförnu verið undir radarnum. Fannst fáránlega fyndið að skrá hann til leiks Kalli Bjarni kom, sá og sigraði Idol Stjörnuleit árið 2004 og skaust þá upp á stjörnuhimininn. Hann hefur áður opnað sig um þennan tíma og lýst því hvernig álagið hafi orðið honum um megn en Kalli Bjarni villtist um tíma af braut og komst í kast við lögin. Hann ræðir málin á einlægan hátt við þá Egil og Rikka G í Brennslunni. „Þarna er ég 27 ára, þegar ég skrái mig. Það fyndnasta við þetta var, að eina nasasjónin sem ég hafði haft af þessu, var að við vorum með kapalsjónvarp í frystitogaranum sem ég var á og þar var þetta bara nýlega byrjað, þar vorum við að horfa á American Idol,“ rifjar Kalli Bjarni upp. „Svo fórum við að fíflast með þetta, því ég hafði eitthvað verið að laumast til að syngja og söng á einhverju sjómannadagsballi með áhöfninni og þeim fannst rosalega fyndið að skrá mig í keppnina. Svo fékk ég bara símtalið: Heyrðu þú þarft að mæta hérna upp á Hótel Loftleiðir og ég bara: Ha?! Og þá fattaði ég þetta og þá hugsaði ég: Djöfull skal ég taka djókið lengra!“ Kalli Bjarni segist telja að þetta hafi hjálpað honum í keppninni, hann hafi einfaldlega fokkað í félögum sínum til baka og unnið keppnina. „Ég man að ég hringdi í skipstjórann og sagði honum bara: Heyrðu, ég komst óvart áfram! Ha, komstu áfram?!? Kemurðu þá ekki í næsta túr? Nei, ég verð að fá frí aftur og svona bara gekk þetta.“ Kalli Bjarni mætti í Idol árið 2022 og rifjaði upp gamla takta. Áttaði sig seint á allri athyglinni Hann rifjar upp í Brennslunni að þetta hafi verið löngu fyrir tíma samfélagsmiðla og um fyrsta alvöru raunveruleikasjónvarpið að ræða á Íslandi. Kalli Bjarni segist ekkert hafa spáð í athyglinni á meðan keppninni stóð, hann hafi tekið þetta viku fyrir viku og mest hugsað um að gera sitt besta. „Ekki fyrr en að ég er búinn að vinna keppnina og ég er í Kringlunni. Ég fæ mér pulsu með öllu og mikið remúlaði og svo er ég að fara upp rúllustigann og á leiðinni upp og ég er eiginlega bar einn í stiganum og það eru kannski svona fjórtán, fimmtán manns á leiðinni niður og þau eru öll að hvísla og benda eitthvað. Ég bara: Nú er ég búinn að sulla remúlaði á mig! En þá bara fattaði ég, vá þau bara vita öll hver ég er. Það var rosa sjokk.“ Kalli Bjarni segist hafa og enn vera sjómaður, það sé í blóðinu. Hann hefði ekki viljað breyta neinu, þó líf hans hafi verið allskonar, það sé yndislegt í dag. Talið berst í Brennslunni að tímanum eftir Idol þegar Kalli Bjarni sló í gegn með laginu Aðeins einu sinni. Hann segist ekki geta tekið gigg án þess að grípa í það lag. Svona var þetta þegar Kalli Bjarni sigraði Idol Stjörnuleit í Vetrargarðinum árið 2004. Loksins á góðum stað til að fylgja lögunum eftir „Ég ákvað fyrir einu ári og einum degi að skilja við öll hugbreytandi efni og áfengi og ég er orðinn eins árs edrú í dag. Það var gamechanger sko. Ég leit alltaf á þetta sem hækjur en sérstaklega eftir að maður er búinn að vera edrú núna, þá fattar maður það að þetta er búið að draga mann niður.“ Hann segist loksins geta gert það sem hann hefur langað að gera allan tímann, að semja sína eigin tónlist. Núna ætli hann að kýla á þetta. „Ég er búinn að semja mjög mörg lög í gegnum allan blúsinn og er loksins núna kominn með band og ætla að fara að kýla á þetta, ásamt því að ég er búinn að bæta á mig réttindum sem skipstjóri. Það er allt að gerast, líf mitt er búið að taka rosalega góðum stakkaskiptum.“ Kalli Bjarni segist hafa samið ýmis lög í gegnum tíðina. Sem betur fer hafi hann ekkert gefið þau út því hann hafi viljað vera á góðum stað til þess að geta líka fylgt þeim eftir. „Þetta er eins og hluti af börnunum manns, þessi lög sem maður semur.“ Þá berst talið að syni Kalla Bjarna, honum Jón Emil sem einmitt fetaði í fótspor föður síns og tók þátt í Idol árið 2022. Kalli Bjarni segir það hafa verið æðislega stund, sonur hans sé föðurbetrungur í söngnum. Kalli Bjarni tók sigurlagið eftir að í ljós kom að hann var sigurvegari Idol Stjörnuleitar árið 2004. Ástin og lífið Brennslan FM957 Tengdar fréttir Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Brennslunni á FM957 í morgun. Þangað mætti Kalli Bjarni í nýjan lið í Brennslunni sem heitir Hvar ertu nú? Um er að ræða spjall við einstaklinga sem voru mikið í sviðsljósinu og þjóðfélagsumræðunni á ákveðnum tíma en hafa að undanförnu verið undir radarnum. Fannst fáránlega fyndið að skrá hann til leiks Kalli Bjarni kom, sá og sigraði Idol Stjörnuleit árið 2004 og skaust þá upp á stjörnuhimininn. Hann hefur áður opnað sig um þennan tíma og lýst því hvernig álagið hafi orðið honum um megn en Kalli Bjarni villtist um tíma af braut og komst í kast við lögin. Hann ræðir málin á einlægan hátt við þá Egil og Rikka G í Brennslunni. „Þarna er ég 27 ára, þegar ég skrái mig. Það fyndnasta við þetta var, að eina nasasjónin sem ég hafði haft af þessu, var að við vorum með kapalsjónvarp í frystitogaranum sem ég var á og þar var þetta bara nýlega byrjað, þar vorum við að horfa á American Idol,“ rifjar Kalli Bjarni upp. „Svo fórum við að fíflast með þetta, því ég hafði eitthvað verið að laumast til að syngja og söng á einhverju sjómannadagsballi með áhöfninni og þeim fannst rosalega fyndið að skrá mig í keppnina. Svo fékk ég bara símtalið: Heyrðu þú þarft að mæta hérna upp á Hótel Loftleiðir og ég bara: Ha?! Og þá fattaði ég þetta og þá hugsaði ég: Djöfull skal ég taka djókið lengra!“ Kalli Bjarni segist telja að þetta hafi hjálpað honum í keppninni, hann hafi einfaldlega fokkað í félögum sínum til baka og unnið keppnina. „Ég man að ég hringdi í skipstjórann og sagði honum bara: Heyrðu, ég komst óvart áfram! Ha, komstu áfram?!? Kemurðu þá ekki í næsta túr? Nei, ég verð að fá frí aftur og svona bara gekk þetta.“ Kalli Bjarni mætti í Idol árið 2022 og rifjaði upp gamla takta. Áttaði sig seint á allri athyglinni Hann rifjar upp í Brennslunni að þetta hafi verið löngu fyrir tíma samfélagsmiðla og um fyrsta alvöru raunveruleikasjónvarpið að ræða á Íslandi. Kalli Bjarni segist ekkert hafa spáð í athyglinni á meðan keppninni stóð, hann hafi tekið þetta viku fyrir viku og mest hugsað um að gera sitt besta. „Ekki fyrr en að ég er búinn að vinna keppnina og ég er í Kringlunni. Ég fæ mér pulsu með öllu og mikið remúlaði og svo er ég að fara upp rúllustigann og á leiðinni upp og ég er eiginlega bar einn í stiganum og það eru kannski svona fjórtán, fimmtán manns á leiðinni niður og þau eru öll að hvísla og benda eitthvað. Ég bara: Nú er ég búinn að sulla remúlaði á mig! En þá bara fattaði ég, vá þau bara vita öll hver ég er. Það var rosa sjokk.“ Kalli Bjarni segist hafa og enn vera sjómaður, það sé í blóðinu. Hann hefði ekki viljað breyta neinu, þó líf hans hafi verið allskonar, það sé yndislegt í dag. Talið berst í Brennslunni að tímanum eftir Idol þegar Kalli Bjarni sló í gegn með laginu Aðeins einu sinni. Hann segist ekki geta tekið gigg án þess að grípa í það lag. Svona var þetta þegar Kalli Bjarni sigraði Idol Stjörnuleit í Vetrargarðinum árið 2004. Loksins á góðum stað til að fylgja lögunum eftir „Ég ákvað fyrir einu ári og einum degi að skilja við öll hugbreytandi efni og áfengi og ég er orðinn eins árs edrú í dag. Það var gamechanger sko. Ég leit alltaf á þetta sem hækjur en sérstaklega eftir að maður er búinn að vera edrú núna, þá fattar maður það að þetta er búið að draga mann niður.“ Hann segist loksins geta gert það sem hann hefur langað að gera allan tímann, að semja sína eigin tónlist. Núna ætli hann að kýla á þetta. „Ég er búinn að semja mjög mörg lög í gegnum allan blúsinn og er loksins núna kominn með band og ætla að fara að kýla á þetta, ásamt því að ég er búinn að bæta á mig réttindum sem skipstjóri. Það er allt að gerast, líf mitt er búið að taka rosalega góðum stakkaskiptum.“ Kalli Bjarni segist hafa samið ýmis lög í gegnum tíðina. Sem betur fer hafi hann ekkert gefið þau út því hann hafi viljað vera á góðum stað til þess að geta líka fylgt þeim eftir. „Þetta er eins og hluti af börnunum manns, þessi lög sem maður semur.“ Þá berst talið að syni Kalla Bjarna, honum Jón Emil sem einmitt fetaði í fótspor föður síns og tók þátt í Idol árið 2022. Kalli Bjarni segir það hafa verið æðislega stund, sonur hans sé föðurbetrungur í söngnum. Kalli Bjarni tók sigurlagið eftir að í ljós kom að hann var sigurvegari Idol Stjörnuleitar árið 2004.
Ástin og lífið Brennslan FM957 Tengdar fréttir Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. 10. desember 2022 21:00