Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun