Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun