Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2025 08:01 Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun