Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2025 11:31 Hugað að Jean-Philippe Mateta eftir brot Liams Roberts. afp/Glyn KIRK Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, hefur komið markverði Millwall, Liam Roberts, sem fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á honum í bikarleik á dögunum til varnar. Þann 1. mars tók Palace á móti Millwall í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Heimamenn unnu leikinn, 3-1, en brot Roberts á Mateta var helsta umræðuefnið eftir hann. Snemma leiks sparkaði Roberts í andlit Matetas og var rekinn af velli, þó ekki fyrr en VAR-dómarinn blandaði sér í málið. Sauma þurfti 25 spor í vinstra eyra Matetas og hann hefur ekki spilað frá leiknum í byrjun mánaðarins. Mateta ber þó engan kala til Roberts. „Liam sendi mér skilaboð meðan ég var á spítalanum og ég sagði honum að þetta væri í lagi, þetta væri fótbolti. Hann baðst afsökunar. Hann var áhyggjufullur,“ sagði Mateta. Roberts fékk sex leikja bann fyrir brotið á Mateta. Franski framherjinn segir að illur ásetningur hafi þó ekki búið að baki brotinu. „Ég held að hann hafi ekki vaknað og hugsað: Ég vil taka hausinn af JP. Það er mikil pressa. Hann vildi gera vel en of miklar tilfinningar geta látið þig gera klikkaða hluti. Þetta voru bara mistök. Þú lærir af þessu,“ sagði Mateta sem þarf að spila með grímu, allavega fyrst um sinn, þegar hann snýr aftur á völlinn. Næsti leikur Palace er gegn Fulham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar 29. mars. Enski boltinn Tengdar fréttir Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. 19. mars 2025 07:00 Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. 7. mars 2025 16:15 Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46 Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47 Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Þann 1. mars tók Palace á móti Millwall í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Heimamenn unnu leikinn, 3-1, en brot Roberts á Mateta var helsta umræðuefnið eftir hann. Snemma leiks sparkaði Roberts í andlit Matetas og var rekinn af velli, þó ekki fyrr en VAR-dómarinn blandaði sér í málið. Sauma þurfti 25 spor í vinstra eyra Matetas og hann hefur ekki spilað frá leiknum í byrjun mánaðarins. Mateta ber þó engan kala til Roberts. „Liam sendi mér skilaboð meðan ég var á spítalanum og ég sagði honum að þetta væri í lagi, þetta væri fótbolti. Hann baðst afsökunar. Hann var áhyggjufullur,“ sagði Mateta. Roberts fékk sex leikja bann fyrir brotið á Mateta. Franski framherjinn segir að illur ásetningur hafi þó ekki búið að baki brotinu. „Ég held að hann hafi ekki vaknað og hugsað: Ég vil taka hausinn af JP. Það er mikil pressa. Hann vildi gera vel en of miklar tilfinningar geta látið þig gera klikkaða hluti. Þetta voru bara mistök. Þú lærir af þessu,“ sagði Mateta sem þarf að spila með grímu, allavega fyrst um sinn, þegar hann snýr aftur á völlinn. Næsti leikur Palace er gegn Fulham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar 29. mars.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. 19. mars 2025 07:00 Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. 7. mars 2025 16:15 Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46 Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47 Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. 19. mars 2025 07:00
Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. 7. mars 2025 16:15
Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46
Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn