„Ég hef ekki miklar áhyggjur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. mars 2025 22:13 Orri Steinn skoraði gott mark í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands gegn Kósovó í kvöld í sínum fyrsta leik sem landsliðsfyrirliði. Orri Steinn var kokhraustur eftir leik og sagðist ekki hafa áhyggjur fyrir seinni leik þjóðanna á sunnudag. „Svekkjandi að ná ekki jafntefli eða betra í þessum leik. Þetta eru auðvitað tveir leikir og það þýðir ekki að svekkja sig, nú einbeitum við okkur strax af seinni leiknum,“ sagði Orri Steinn í viðtali við Aron Guðmundsson strax að leik loknum í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en lenti oft á tíðum í vandræðum og komst lítið áleiðis í síðari hálfleiknum. „Það voru góðir kaflar og kaflar sem við þurfum að læra af. Fyrsti leikurinn með Arnari og við vissum að við myndum gera mistök og það voru auðvitað hlutir sem við getum lagað í pressunni. Yfir allt þá er hægt að sjá jákvæða punkta en fullt af hlutum sem við getum lært af.“ „Besta stund lífs míns“ Seinni leikurinn í einvíginu fer fram á sunnudag og þar þarf íslenska liðið sigur til að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Fínir taktar í dag og við þurfum að taka það með okkur í seinni leikinn. Mér fannst við miklu betra liðið á vellinum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.“ Að lokum var Orri Steinn spurður út í það þegar hann gekk út sem fyrirliði Íslands í fyrsta skipti. Hann var augljóslega stoltur enda einn yngsti fyrirliði Íslands frá upphafi. „Þetta var besta stund lífs míns, það er ekki hægt að neita því. Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi tilfinningu í lífi mínu og ég mun ekki gleyma þessu.“ Viðtalið við Orra Stein má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
„Svekkjandi að ná ekki jafntefli eða betra í þessum leik. Þetta eru auðvitað tveir leikir og það þýðir ekki að svekkja sig, nú einbeitum við okkur strax af seinni leiknum,“ sagði Orri Steinn í viðtali við Aron Guðmundsson strax að leik loknum í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en lenti oft á tíðum í vandræðum og komst lítið áleiðis í síðari hálfleiknum. „Það voru góðir kaflar og kaflar sem við þurfum að læra af. Fyrsti leikurinn með Arnari og við vissum að við myndum gera mistök og það voru auðvitað hlutir sem við getum lagað í pressunni. Yfir allt þá er hægt að sjá jákvæða punkta en fullt af hlutum sem við getum lært af.“ „Besta stund lífs míns“ Seinni leikurinn í einvíginu fer fram á sunnudag og þar þarf íslenska liðið sigur til að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Fínir taktar í dag og við þurfum að taka það með okkur í seinni leikinn. Mér fannst við miklu betra liðið á vellinum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.“ Að lokum var Orri Steinn spurður út í það þegar hann gekk út sem fyrirliði Íslands í fyrsta skipti. Hann var augljóslega stoltur enda einn yngsti fyrirliði Íslands frá upphafi. „Þetta var besta stund lífs míns, það er ekki hægt að neita því. Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi tilfinningu í lífi mínu og ég mun ekki gleyma þessu.“ Viðtalið við Orra Stein má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira