Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 12:30 Bingóið fer fram á mánudögum og mæta vanalega dyggir fastagestir. Bingó Flokks fólksins fer fram í sal flokksins í Grafarvogskirkju við Fjörgyn klukkan 13 eins og alla aðra mánudaga. Bingóstjórinn segir flokkinn standa sína plikt við grasrótina þó gusti um hann í fjölmiðlum. Birgir Jóhann Birgisson, bingóstjóri og starfsmaður Flokks fólksins, segir í samtali við fréttastofu að bingóið sé vikulegt og fyrst og fremst hugsað fyrir eldri konur í grasrót flokksins. Birgir Jóhann er bingóstjóri og hellir upp á kaffi. Birgir bingóstjóri segir umfjöllun um flokkinn í fjölmiðlum síðustu daga engin áhrif hafa á bingóið. Flokkurinn standi sína plikt gagnvart grasrótinni. Bingóið sé ekki til hagnaðar heldur skemmtunar. Vanalega mæti á bilinu sjö til níu eldri konur í bingóið. „Við erum bara að reyna að hafa svolítið gaman stundum. Grasrótin þarf að nærast og það er gert svona,“ segir hann. Þrátt fyrir það eru allir hjartanlega velkomnir á bingóið en spjaldið kostar fimm hundruð krónur. Lengd bingósins velti á spilurum „Það eru fimmþúsund krónur í verðlaun í lokin en það eru þúsund krónur í verðlaun ef þú vinnur eitt spjald,“ segir Birgir um verðlaunin. Spilaðar verða nokkrar umferðir en Birgir segir að það velti dálítið á stemmingunni og þoli þátttakenda hverju sinni hversu margar þær verði. „Við tökum fyrst H, síðan zetuna, lítinn hring og allt spjaldið,“ segir Birgir. „Allavega fjórar umferðir sem við tökum en það er svolítið undir konunum komið og hvernig stemmingin er.“ Á boðstólnum verður kaffi en svo koma þátttakendur stundum með veitingar að heiman. Að sögn Birgis ætlar ein konan að koma með eggjasalat í dag og verður boðið upp á Ritz-kex með því. Flokkur fólksins Fjárhættuspil Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Birgir Jóhann Birgisson, bingóstjóri og starfsmaður Flokks fólksins, segir í samtali við fréttastofu að bingóið sé vikulegt og fyrst og fremst hugsað fyrir eldri konur í grasrót flokksins. Birgir Jóhann er bingóstjóri og hellir upp á kaffi. Birgir bingóstjóri segir umfjöllun um flokkinn í fjölmiðlum síðustu daga engin áhrif hafa á bingóið. Flokkurinn standi sína plikt gagnvart grasrótinni. Bingóið sé ekki til hagnaðar heldur skemmtunar. Vanalega mæti á bilinu sjö til níu eldri konur í bingóið. „Við erum bara að reyna að hafa svolítið gaman stundum. Grasrótin þarf að nærast og það er gert svona,“ segir hann. Þrátt fyrir það eru allir hjartanlega velkomnir á bingóið en spjaldið kostar fimm hundruð krónur. Lengd bingósins velti á spilurum „Það eru fimmþúsund krónur í verðlaun í lokin en það eru þúsund krónur í verðlaun ef þú vinnur eitt spjald,“ segir Birgir um verðlaunin. Spilaðar verða nokkrar umferðir en Birgir segir að það velti dálítið á stemmingunni og þoli þátttakenda hverju sinni hversu margar þær verði. „Við tökum fyrst H, síðan zetuna, lítinn hring og allt spjaldið,“ segir Birgir. „Allavega fjórar umferðir sem við tökum en það er svolítið undir konunum komið og hvernig stemmingin er.“ Á boðstólnum verður kaffi en svo koma þátttakendur stundum með veitingar að heiman. Að sögn Birgis ætlar ein konan að koma með eggjasalat í dag og verður boðið upp á Ritz-kex með því.
Flokkur fólksins Fjárhættuspil Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira