„Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2025 10:32 Albert Brynjar gagnrýnir val Arnar Gunnlaugssonar á landsliðshópnum fyrir síðasta verkefni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sports Albert Brynjar Ingason segir að ferill nýráðins landsliðsþjálfara fari illa af stað og að hann þurfi núna að læra hratt. Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira