Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. mars 2025 09:45 Ingiríður krónprinsessa með foreldrum sínum. EPA-EFE/Lise Åserud Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn. Frá þessu greinir norski miðillinn VG. Ingiríður er dóttir Hákons krónprinsar og því framtíðar erfingi krúnunnar. Í frétt miðilsins segir að Haraldur konungur, Hákon krónprins og Ingiríður muni taka á móti Höllu og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni þegar þau mæta til Noregs í opinbera heimsókn 8. til 10. apríl næstkomandi. Auk þeirra munu Sonja drottning og Mette-Marit krónprinsessa verða viðstaddar. Ingiríður Alexandra er eins og áður segir 21 árs og gegnir nú herskyldu í Troms sýslu í norðurhluta Noregs. Hún hefur dvalið á Skjold herstöðinni síðan í janúar. Fram kemur í frétt VG að opinberar heimsóknir séu einar þær mikilvægustu í samskiptum ríkja og því sé um mikil tímamót fyrir Ingiríði að ræða. Hélt í höndina á Dorrit Fram kemur að tekið verði á móti forsetahjónunum í konungshöllinni í Osló. Gengið verði um garðinn, forsetahjónunum svo boðinn hádegisverður. Um kvöldið verði galakvöldverður og mun Ingiríður mæta á alla viðburði. Ingiríður mætti fyrst til Íslands þegar hún var fimm mánaða gömul í júní árið 2004. Norska ríkisútvarpið birtir meðal annars mynd frá þessum tíma þar sem má sjá Ingiríði sem ungabarn á mynd með foreldrum sínum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff. Sú litla hélt í fingur Dorritar á myndinni. Fram kemur í frétt NRK að Ingiríður ljúki brátt herskyldu sinni í norðurhluta Noregs. Ekki sé vitað hvað hún muni taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Kóngafólk Noregur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn VG. Ingiríður er dóttir Hákons krónprinsar og því framtíðar erfingi krúnunnar. Í frétt miðilsins segir að Haraldur konungur, Hákon krónprins og Ingiríður muni taka á móti Höllu og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni þegar þau mæta til Noregs í opinbera heimsókn 8. til 10. apríl næstkomandi. Auk þeirra munu Sonja drottning og Mette-Marit krónprinsessa verða viðstaddar. Ingiríður Alexandra er eins og áður segir 21 árs og gegnir nú herskyldu í Troms sýslu í norðurhluta Noregs. Hún hefur dvalið á Skjold herstöðinni síðan í janúar. Fram kemur í frétt VG að opinberar heimsóknir séu einar þær mikilvægustu í samskiptum ríkja og því sé um mikil tímamót fyrir Ingiríði að ræða. Hélt í höndina á Dorrit Fram kemur að tekið verði á móti forsetahjónunum í konungshöllinni í Osló. Gengið verði um garðinn, forsetahjónunum svo boðinn hádegisverður. Um kvöldið verði galakvöldverður og mun Ingiríður mæta á alla viðburði. Ingiríður mætti fyrst til Íslands þegar hún var fimm mánaða gömul í júní árið 2004. Norska ríkisútvarpið birtir meðal annars mynd frá þessum tíma þar sem má sjá Ingiríði sem ungabarn á mynd með foreldrum sínum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff. Sú litla hélt í fingur Dorritar á myndinni. Fram kemur í frétt NRK að Ingiríður ljúki brátt herskyldu sinni í norðurhluta Noregs. Ekki sé vitað hvað hún muni taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Kóngafólk Noregur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira