„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. mars 2025 22:10 Hulda Björk er fyrirliði Grindavíkur og fór fyrir stigaskorinu í kvöld Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90. Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira