Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 20:01 Kristín Helga segir úrvalið af vegan páskaeggjum alltaf að batna. Samsett Kristín Helga Sigurðardóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, segir úrval páskaeggja fyrir fólk sem er vegan alltaf vera að batna. Hátíðar, eins og jól og páskar, geti þó verið krefjandi fyrir grænkera. Fólk þurfi oft í matarboðum að sitja undir misskemmtilegum spurningum og jafnvel leiðindum af hálfu aðstandenda. „Ég hef verið vegan í fimm ár en var grænmetisæta í tvö ár fyrir það. Ég persónulega er verulega heppin með fólkið í kringum mig. Oftast þegar ég fæ einhverjar spurningar varðandi veganisma þá er það tengt því sem ég er að borða,“ segir Kristín. Fólk spyrji úr hverju maturinn er eða hvað það er. „Ég hef aldrei lent í leiðindum né fengið leiðinlegar spurningar frá mínum nánustu. Mín upplifun er að fólk spyr af forvitni en ekki til að vera með leiðindi.“ Í dag eru allskonar páskaegg í boði fyrir þau sem ekki borða dýraafurðir. Aðsend Sjálf tekur hún langoftast með sér mat þegar hún fer í mat hjá ættingjum. Mamma hrædd um að skemma matinn „Ég elska að elda þannig mér finnst það ekki vesen. Þá á ég líka oft afganga fyrir næstu daga. Mamma hefur viðurkennt að henni finnist hún ekki kunna að elda matinn minn og að hún sé hrædd um að skemma hann, því sé best að ég komi með hann sjálf.“ Stundum komi hún með alla máltíðina en stundum aðeins aðalréttinn. „Tengdafjölskyldan mín er yndisleg og þegar við erum með stórhátíðarmat er flest, ef ekki allt, meðlætið vegan. Þá kem ég með aðalréttinn fyrir mig og geri sósu með. Oftast er eftirrétturinn vegan.“ Kristín Helga segir úrvalið af páskaeggjum sæmilegt á Íslandi. Það hafi þó verið betra. „Eggin sem ég hef tekið eftir eru frá Nóa Síríus, Freyju, Útúrkú, Namm og tvær tegundir af erlendum eggjum í Nettó. Það hefur einnig verið til síðustu ár annað páskanammi en páskaegg en þetta árið hef ég bara fundið lítil egg með harðri skel í Nettó en þau seldust hratt upp og mér skilst að það hafi ekki verið hægt að fá aðra sendingu fyrir páska.“ Það verður ýmislegt í boði í bingóinu. Aðsend Kristín Helga segir úrvalið hafa batnað mikið síðustu ár. „Úrvalið var mjög slæmt fyrir þó nokkrum árum og var jafnvel ekkert eða bara ein tegund í boði. Það eru nokkur sem ég þekki sem hafa gert sín eigin páskaegg heima og það orðið að hefð fyrir hátíðarnar.“ Til að fagna páskunum efnir stjórn samtakanna til páskabingós á sunnudaginn á veitingastaðnum Mama í Bankastræti. Viðburðurinn hefst klukkan 14 og er opinn öllum. „Við komnar með geggjaða vinninga frá Los Angeles, London ásamt Íslandi,“ segir Kristín Helga en fjöldi fyrirtækja sem framleiða eða selja vegan mat styðja viðburðinn. Þar má nefna sem dæmi Namm!, Útúrkú, Baunin, Plantan, Mama, Tropic.is, Ella Stína, LiveFood, Kattakaffihúsið og Ekohúsið. Matur Sælgæti Vegan Tengdar fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02 „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57 „Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“ Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis. 18. janúar 2024 20:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Sjá meira
„Ég hef verið vegan í fimm ár en var grænmetisæta í tvö ár fyrir það. Ég persónulega er verulega heppin með fólkið í kringum mig. Oftast þegar ég fæ einhverjar spurningar varðandi veganisma þá er það tengt því sem ég er að borða,“ segir Kristín. Fólk spyrji úr hverju maturinn er eða hvað það er. „Ég hef aldrei lent í leiðindum né fengið leiðinlegar spurningar frá mínum nánustu. Mín upplifun er að fólk spyr af forvitni en ekki til að vera með leiðindi.“ Í dag eru allskonar páskaegg í boði fyrir þau sem ekki borða dýraafurðir. Aðsend Sjálf tekur hún langoftast með sér mat þegar hún fer í mat hjá ættingjum. Mamma hrædd um að skemma matinn „Ég elska að elda þannig mér finnst það ekki vesen. Þá á ég líka oft afganga fyrir næstu daga. Mamma hefur viðurkennt að henni finnist hún ekki kunna að elda matinn minn og að hún sé hrædd um að skemma hann, því sé best að ég komi með hann sjálf.“ Stundum komi hún með alla máltíðina en stundum aðeins aðalréttinn. „Tengdafjölskyldan mín er yndisleg og þegar við erum með stórhátíðarmat er flest, ef ekki allt, meðlætið vegan. Þá kem ég með aðalréttinn fyrir mig og geri sósu með. Oftast er eftirrétturinn vegan.“ Kristín Helga segir úrvalið af páskaeggjum sæmilegt á Íslandi. Það hafi þó verið betra. „Eggin sem ég hef tekið eftir eru frá Nóa Síríus, Freyju, Útúrkú, Namm og tvær tegundir af erlendum eggjum í Nettó. Það hefur einnig verið til síðustu ár annað páskanammi en páskaegg en þetta árið hef ég bara fundið lítil egg með harðri skel í Nettó en þau seldust hratt upp og mér skilst að það hafi ekki verið hægt að fá aðra sendingu fyrir páska.“ Það verður ýmislegt í boði í bingóinu. Aðsend Kristín Helga segir úrvalið hafa batnað mikið síðustu ár. „Úrvalið var mjög slæmt fyrir þó nokkrum árum og var jafnvel ekkert eða bara ein tegund í boði. Það eru nokkur sem ég þekki sem hafa gert sín eigin páskaegg heima og það orðið að hefð fyrir hátíðarnar.“ Til að fagna páskunum efnir stjórn samtakanna til páskabingós á sunnudaginn á veitingastaðnum Mama í Bankastræti. Viðburðurinn hefst klukkan 14 og er opinn öllum. „Við komnar með geggjaða vinninga frá Los Angeles, London ásamt Íslandi,“ segir Kristín Helga en fjöldi fyrirtækja sem framleiða eða selja vegan mat styðja viðburðinn. Þar má nefna sem dæmi Namm!, Útúrkú, Baunin, Plantan, Mama, Tropic.is, Ella Stína, LiveFood, Kattakaffihúsið og Ekohúsið.
Matur Sælgæti Vegan Tengdar fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02 „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57 „Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“ Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis. 18. janúar 2024 20:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Sjá meira
Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02
„Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57
„Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“ Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis. 18. janúar 2024 20:00