Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 10:32 Svona fór James Tarkowski í Alexis Mac Allister, eftir að hafa farið fyrst í boltann. Rautt spjald miðað við núgildandi reglur en Tarkowski slapp. Getty/Liverpool James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira