Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2025 10:00 Hlín í hlutverki sínu í Töfraflautunni. Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku. Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín. Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín.
Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira