Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2025 06:00 Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun