Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2025 06:00 Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun