Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar 10. apríl 2025 09:00 Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun