Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar 12. apríl 2025 09:02 Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun