„Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:01 Unnur Birna var fjórða íslenska stúlkan til að sigra keppnina Ungfrú Heimur. Getty/China Photos „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn, ég var aldrei fyrir þessa prinsessuleiki. Að vera með krullað hár, naglalakk og í háum hælum var ekkert fyrir mig. Þetta er ekki ég í eðli mínu. Ég var bara að moka skít í hestunum, þar leið mér best,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Coripharma og Ungfrú heimur 2005. Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp