Postecoglou: Það er leki í félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 17:30 Ange Postecoglou er allt annað en sáttur með að mótherjar Tottenham Hotspur séu að fá upplýsingar um lið og leikstíl fyrir leiki. Getty/Richard Pelham Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir engan vafa vera á því að það sé einhver að leka út upplýsingum úr innsta hring hjá félaginu. Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira