Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 11:33 Scottie Scheffler klæðir hér Rory McIlroy í græna jakkann í gærkvöldi. Getty/Richard Heathcote Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. Með þessu hafði náði hann að loka alslemmu golfsins, það er vinna öll fjögur risamótin sem eru auk Mastersmótsins, PGA-meistaramótið, Opna breska meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Það er óhætt að segja að slíku nái ekki margir. Í raun er McIlroy aðeins sjötti meðlimurinn í hópnum og sá fyrsti til að bætast í hann í 25 ár. McIlroy hafði beðið lengi eftir sigri í Mastersmótinu því hann vann hinn þrjú risamótin á árunum 2010 til 2014. Hann var því búinn að bíða í ellefu ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið árin 2012 og 2014, hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2011 og hann vann Opna breska meistaramótið árið 2014. Nú varð hann fyrsti nýi meðlimurinn í alslemmuhópnum síðan að Tiger Woods sem komst þangað með því að vinna bæði Opna bandaríska og Opna breska meistaramótið sumarið 2000. Þar á undan hafði Jack Nicklaus náði þessu árið 1966 en hinir meðlimir alslemmuhópsins eru Gary Player (1965), Ben Hogan (1953) og Gene Sarazen (1935). View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) View this post on Instagram A post shared by Jay on SC (@jayonsc) Masters-mótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Með þessu hafði náði hann að loka alslemmu golfsins, það er vinna öll fjögur risamótin sem eru auk Mastersmótsins, PGA-meistaramótið, Opna breska meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Það er óhætt að segja að slíku nái ekki margir. Í raun er McIlroy aðeins sjötti meðlimurinn í hópnum og sá fyrsti til að bætast í hann í 25 ár. McIlroy hafði beðið lengi eftir sigri í Mastersmótinu því hann vann hinn þrjú risamótin á árunum 2010 til 2014. Hann var því búinn að bíða í ellefu ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið árin 2012 og 2014, hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2011 og hann vann Opna breska meistaramótið árið 2014. Nú varð hann fyrsti nýi meðlimurinn í alslemmuhópnum síðan að Tiger Woods sem komst þangað með því að vinna bæði Opna bandaríska og Opna breska meistaramótið sumarið 2000. Þar á undan hafði Jack Nicklaus náði þessu árið 1966 en hinir meðlimir alslemmuhópsins eru Gary Player (1965), Ben Hogan (1953) og Gene Sarazen (1935). View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) View this post on Instagram A post shared by Jay on SC (@jayonsc)
Masters-mótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira