Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 10:32 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool í leiknum um helgina. Markið fór langt með að tryggja liðinu enska titilinn. Getty/Liverpool FC Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, býst við því að það sé stórt og viðburðaríkt sumar framundan hjá félaginu. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk ekkert að styrkja liðið fyrir núverandi tímabil en Hollendingurinn er samt langt kominn með að gera liðið að enskum meisturum í fyrsta sinn í fimm ár. Fyrirliðinn Van Dijk skoraði mikilvægt mark um helgina þegar hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á West Ham á Anfield. Liðinu vantar nú bara tvo sigra í síðustu sex leikjunum til að tryggja sér titilinn. Van Dijk er að renna út á samningi í sumar en það er almennt búist við því að hann skrifi undir nýjan samning til ársins 2027. „Ég held að Liverpool geti barist um titilinn á næstu árum,“ sagði Virgil van Dijk eftir leikinn um helgina. „Sama hvað gerist með leikmenn sem fara eða koma þá held ég að þetta verði stórt sumar fyrir félagið. Ég held að þeir séu að plana það. Við höfum full traust á stjórninni að þeir geri hið rétta í stöðunni,“ sagði Van Dijk. Van Dijk vildi ekki staðfesta nýjan samning hjá sér. „Sáum til hvernig vikan verður. Við eigum að einbeita okkur fyrst og fremst að minningunni um Hillsborough harmleikinn. Ég hef talað um það í viðtölum. Það er það sem skiptir mestu máli núna. Einbeiting okkar er síðan á leikinn við Leicester en kannski verður eitthvað að frétta,“ sagði Van Dijk. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, trúðu mér, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég samdi við Liverpool árið 2017. Eins og það hvað félagið skiptir fólkið hér miklu máli sem og hvað það skiptir miklu máli fyrir stuðningsmennina út um allan heim að tengjast félaginu. Að ná árangri með Liverpool, kúltúrinn í félaginu og allt sem Liverpool stendur fyrir er bara hluti af mér,“ sagði Van Dijk. „Þess vegna er ég alltaf stoltur þegar ég klæðist Liverpool treyjunni. Ég fer út á völl og reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Við erum tveimur sigrum og sex stigum frá dýrðinni. Ég veit hvað það þýðir fyrir félagið ef við náum þessu. Flestir í liðinu vita það ekki og þetta verður falleg stund. Við þurfum samt að klára okkar vinnu,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk ekkert að styrkja liðið fyrir núverandi tímabil en Hollendingurinn er samt langt kominn með að gera liðið að enskum meisturum í fyrsta sinn í fimm ár. Fyrirliðinn Van Dijk skoraði mikilvægt mark um helgina þegar hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á West Ham á Anfield. Liðinu vantar nú bara tvo sigra í síðustu sex leikjunum til að tryggja sér titilinn. Van Dijk er að renna út á samningi í sumar en það er almennt búist við því að hann skrifi undir nýjan samning til ársins 2027. „Ég held að Liverpool geti barist um titilinn á næstu árum,“ sagði Virgil van Dijk eftir leikinn um helgina. „Sama hvað gerist með leikmenn sem fara eða koma þá held ég að þetta verði stórt sumar fyrir félagið. Ég held að þeir séu að plana það. Við höfum full traust á stjórninni að þeir geri hið rétta í stöðunni,“ sagði Van Dijk. Van Dijk vildi ekki staðfesta nýjan samning hjá sér. „Sáum til hvernig vikan verður. Við eigum að einbeita okkur fyrst og fremst að minningunni um Hillsborough harmleikinn. Ég hef talað um það í viðtölum. Það er það sem skiptir mestu máli núna. Einbeiting okkar er síðan á leikinn við Leicester en kannski verður eitthvað að frétta,“ sagði Van Dijk. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, trúðu mér, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég samdi við Liverpool árið 2017. Eins og það hvað félagið skiptir fólkið hér miklu máli sem og hvað það skiptir miklu máli fyrir stuðningsmennina út um allan heim að tengjast félaginu. Að ná árangri með Liverpool, kúltúrinn í félaginu og allt sem Liverpool stendur fyrir er bara hluti af mér,“ sagði Van Dijk. „Þess vegna er ég alltaf stoltur þegar ég klæðist Liverpool treyjunni. Ég fer út á völl og reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Við erum tveimur sigrum og sex stigum frá dýrðinni. Ég veit hvað það þýðir fyrir félagið ef við náum þessu. Flestir í liðinu vita það ekki og þetta verður falleg stund. Við þurfum samt að klára okkar vinnu,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira