Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 13:03 Bergur Vilhjálmsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Þessa kerru ætlar hann að draga frá Goðafossi út að Gróttuvita. Vísir/Stefán Maður sem ætlar að ganga rúmlega fjögur hundruð kílómetra með hundrað kílóa kerru í eftirdragi segir gönguna táknræna. Hann gengur til að vekja athygli á starfsemi Píetasamtakanna. Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri. Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri.
Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira