Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. apríl 2025 21:44 „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt,“ segir Halldóra Björg Guðmundsdóttir, leikkona í sýningunni Ride the Cæclone. Gnosis Sviðslistakona sem lagði út fyrir uppsetningu leiksýningar sjálfsstæðs sviðslistahóps í Iðnó lenti í því óhappi á frumsýningu að falla í gólfið með þeim afleiðingum að hnéskel hennar fór úr lið. Sýninguna fjármagnaði hún með launum sínum hjá frístundaheimili í Reykjavík. Halldóra Björg Guðmundsdóttir er einn sjö leikara í leikhópnum Gnosis sem stendur að uppsetningu söngleiksins Ride the Cæclone í Iðnó um þessar mundir. Hún, ásamt einum öðrum í hópnum, leggur út fyrir uppsetningunni úr eigin vasa. Bæði starfa þau á frístundaheimili. Hópurinn hafði mánuðum saman unnið hörðum höndum að sýningunni og mikil spenna ríkti fyrir frumsýningarkvöldinu á þriðjudaginn. Sýningin gekk smurt fyrir sig þar til í lokaatriðinu, þegar Halldóru skrikaði fótur. „Það er smá eftir af lokalaginu og við erum að dansa. Ég stíg eitthvað skringilega og dett í gólfið, og finn það í augnablikinu að það er eitthvað að,“ segir Halldóra í samtali við blaðamann. Konfettíið enn að hrynja Leikhópurinn flytur söngleikinn á ensku, og olli látbragð Halldóru eftir fallið því að áhorfendur virtust ekki klárir á hvað gengi á. Héldu jafnvel að fallið væri hluti af sýningunni. „Áhorfendur eru ekki að fatta fyrr en ég kalla á íslensku, ég er farin úr lið! Þá stoppar allt.“ segir Halldóra. Í framhaldinu hafi orðið uppi fótur og fit. Sjúkrabíll verið kallaður til og afar hjálplegur áhorfandi, sem reyndist gömul skátakona, aðstoðað hana. „Ég er föst á gólfinu og það er ennþá konfettí að hrynja úr loftinu. Ég ligg þarna í svona korter áður en sjúkrabíllinn kemur.“ Ride the Cæclone fjallar um kaþólskan kór sem deyr í rússíbanaslysi. Svartur húmor og vinsæl lög meðal ungra söngleikjaunnenda einkenna leiksýninguna. Gnosis Og hvað var það sem gerðist? „Hnéskelin mín fór úr lið. Þetta var meira að segja góða hnéð mitt sem er ákveðinn skellur,“ segir Halldóra kímin. Tekur þetta á hnefanum Þegar sjúkraflutningamenn bar að garði hafi henni verið kippt aftur í lið, enn uppi á sviði með nýhrunið konfettíið allt um kring. „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt.“ Atvikið olli því að aflýsa þurfti næstu sýningu, kvöldið eftir. Ákveðið svekkelsi í ljósi þess hve mikill vinna hefði farið í þetta allt saman. Hópurinn stefnir þó á aðra sýningu þann 30. apríl, þrátt fyrir að Halldóra segi hnéð sitt nú á við fimm. „Ég er svo andskoti þrjósk að ég læt þetta ekki stoppa mig.“ Ride the Cæclone er önnur sýningin sem leikhópurinn Gnosis setur upp. Gnosis Engin sýning án peninganna og Iðnó Sem fyrr segir hjálpast Halldóra og annar leikari í hópnum að við að fjármagna sýninguna úr eigin vasa. „Við erum bara áhugamenn um leikhús, vinnum bæði í frístund. Þannig að við erum bara að borga þetta sjálf. Annars væri engin sýning.“ Iðnó hefur styrkt hópinn með því að leyfa honum að sýna leiksýninguna endurgjaldslaust. „Við sóttum alls staðar um styrki og fengum sem betur fer þennan styrk frá Iðnó og fáum að vera þar. Án þeirra hefðum við ekki möguleika á að setja þetta upp,“ segir Halldóra. Sýningin er flutt á ensku, hvers vegna? „Ef við horfum á íslenska leiksamfélagið er rosalega lítið sýnt á ensku. Það eru margir sem búa hérna og tala ekki málið eða skilja ekki nógu mikið til að fara í hefðbundið leikhús. Við reynum að velja öðruvísi leikverk, eitthvað sem brennum fyrir, og ákváðum að sýna á ensku,“ segir Halldóra. Leikhús Menning Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Halldóra Björg Guðmundsdóttir er einn sjö leikara í leikhópnum Gnosis sem stendur að uppsetningu söngleiksins Ride the Cæclone í Iðnó um þessar mundir. Hún, ásamt einum öðrum í hópnum, leggur út fyrir uppsetningunni úr eigin vasa. Bæði starfa þau á frístundaheimili. Hópurinn hafði mánuðum saman unnið hörðum höndum að sýningunni og mikil spenna ríkti fyrir frumsýningarkvöldinu á þriðjudaginn. Sýningin gekk smurt fyrir sig þar til í lokaatriðinu, þegar Halldóru skrikaði fótur. „Það er smá eftir af lokalaginu og við erum að dansa. Ég stíg eitthvað skringilega og dett í gólfið, og finn það í augnablikinu að það er eitthvað að,“ segir Halldóra í samtali við blaðamann. Konfettíið enn að hrynja Leikhópurinn flytur söngleikinn á ensku, og olli látbragð Halldóru eftir fallið því að áhorfendur virtust ekki klárir á hvað gengi á. Héldu jafnvel að fallið væri hluti af sýningunni. „Áhorfendur eru ekki að fatta fyrr en ég kalla á íslensku, ég er farin úr lið! Þá stoppar allt.“ segir Halldóra. Í framhaldinu hafi orðið uppi fótur og fit. Sjúkrabíll verið kallaður til og afar hjálplegur áhorfandi, sem reyndist gömul skátakona, aðstoðað hana. „Ég er föst á gólfinu og það er ennþá konfettí að hrynja úr loftinu. Ég ligg þarna í svona korter áður en sjúkrabíllinn kemur.“ Ride the Cæclone fjallar um kaþólskan kór sem deyr í rússíbanaslysi. Svartur húmor og vinsæl lög meðal ungra söngleikjaunnenda einkenna leiksýninguna. Gnosis Og hvað var það sem gerðist? „Hnéskelin mín fór úr lið. Þetta var meira að segja góða hnéð mitt sem er ákveðinn skellur,“ segir Halldóra kímin. Tekur þetta á hnefanum Þegar sjúkraflutningamenn bar að garði hafi henni verið kippt aftur í lið, enn uppi á sviði með nýhrunið konfettíið allt um kring. „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt.“ Atvikið olli því að aflýsa þurfti næstu sýningu, kvöldið eftir. Ákveðið svekkelsi í ljósi þess hve mikill vinna hefði farið í þetta allt saman. Hópurinn stefnir þó á aðra sýningu þann 30. apríl, þrátt fyrir að Halldóra segi hnéð sitt nú á við fimm. „Ég er svo andskoti þrjósk að ég læt þetta ekki stoppa mig.“ Ride the Cæclone er önnur sýningin sem leikhópurinn Gnosis setur upp. Gnosis Engin sýning án peninganna og Iðnó Sem fyrr segir hjálpast Halldóra og annar leikari í hópnum að við að fjármagna sýninguna úr eigin vasa. „Við erum bara áhugamenn um leikhús, vinnum bæði í frístund. Þannig að við erum bara að borga þetta sjálf. Annars væri engin sýning.“ Iðnó hefur styrkt hópinn með því að leyfa honum að sýna leiksýninguna endurgjaldslaust. „Við sóttum alls staðar um styrki og fengum sem betur fer þennan styrk frá Iðnó og fáum að vera þar. Án þeirra hefðum við ekki möguleika á að setja þetta upp,“ segir Halldóra. Sýningin er flutt á ensku, hvers vegna? „Ef við horfum á íslenska leiksamfélagið er rosalega lítið sýnt á ensku. Það eru margir sem búa hérna og tala ekki málið eða skilja ekki nógu mikið til að fara í hefðbundið leikhús. Við reynum að velja öðruvísi leikverk, eitthvað sem brennum fyrir, og ákváðum að sýna á ensku,“ segir Halldóra.
Leikhús Menning Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning