Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 16:17 Southampton náði óvænt í stig. Justin Setterfield/Getty Images Southampton náði í óvænt stig gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar með hefur Southampton jafnað stigafjölda Derby County frá tímabilinu 2007/08 en það tímabilið fékk Derby lægsta stigafjölda í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira