Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 20:10 Ragnhildur Þórðardóttir er sálfræðingur og einkaþjálfari og skrifar reglulega pistla um allt sem viðkemur mataræði, líkamsrækt og heilsu. Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að þeir sem hati gleðina eða eru „slavískt 100% í heilsunni“ ættu að sleppa páskaeggjum en fyrir alla hina sé sjálfsagt að fá sér súkkulaði yfir páskana. Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“. Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira
Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“.
Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira
Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14
Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30