Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 15:17 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tekur hér Bukayo Saka af velli í Meistaradeildarleik í vetur. Getty/Justin Setterfield Mikel Arteta mun að eigin sögn ekki hvíla lykilmenn liðsins fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira