Lífið

Sýningin gott fyrir- og eftirpartý

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Ingibjörg segis stefna á fleiri næturopnanir á sýningunni.
Ingibjörg segis stefna á fleiri næturopnanir á sýningunni. Stöð 2

Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma.

„Verkið er í rauninni klukka í sjálfu sér. Þannig þessi 24 tíma video er stillt inn á staðartíma. Verkið sjálft er mælitæki. Þetta er um okkur og tímann. Um það hvernig tíminn líður,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir safnstjóri. 

Listasafnið stóð opið gestum í alla nótt vegna þessa en að sögn safnstjóra var sýningunni mjög vel tekið. Verkið er almennt talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar og hlaut hinu virtu verðlaun, Gullna ljónið, á Feneyjatvíæringnum árið 2011. 

Óheimilt er með öllu að mynda sýninguna sjálfa og er fólk hvatt til að leggja leið sína í safnið. 

Hún segir það skilyrði fyrir því að fá að sýna sýninguna að hafa safnið opið á nóttunni.

„Það var rosa góð stemning hérna í nótt og maður fann alveg hvað þetta talaði sterkt til þeirra,“ segir hún og að fólk hafi mætt oft í nótt og í gærkvöldi.

Hún segir það geta verið gott partý fyrir alla aldurshópa að mæta á safnið.

„Ekki nokkur spurning, fyrirpartý og eftirpartý, og við þurfum að hafa fleiri svona lengri opnunartíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.