Fótbolti

Erfitt hjá Ís­lendingunum í Sví­þjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með, rústaði sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað á þessu tímabili.
Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með, rústaði sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað á þessu tímabili. getty/Gualter Fatia

Dagurinn reyndist erfiður fyrir íslensku fótboltamennina sem spila í Svíþjóð.

Guðrún Arnardóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir og stöllur þeirra í Rosengård fengu skell í bikarkeppninni á fimmtudaginn og þær töpuðu aftur í dag.

Rosengård beið þá lægri hlut fyrir Alingsås, 1-0, á útivelli. Guðrún lék allan leikinn í vörn sænsku meistaranna en Ísabella kom inn á sem varamaður þegar þrjár mínútur voru eftir.

Rosengård er með tíu stig í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Hammarby.

Ísak Andri Sigurgeirsson var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir Häcken, 0-2. Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli eftir um hálftíma.

Norrköping er í 9. sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.

Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn er Gautaborg tapaði fyrir Mjällby, 1-0. Gautaborg er í 10. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×