Lífið

Plönuðu skemmti­leg stefnu­mót fyrir fjögur þúsund krónur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur keypti rós handa Guðrúnu sinni. Fullkomin byrjun á stefnumóti.
Ólafur keypti rós handa Guðrúnu sinni. Fullkomin byrjun á stefnumóti.

Það er óhætt að segja að pörin í Viltu finna milljón hafi fengið skemmtilegt verkefni á dögunum þegar átti að plana skemmtilegt stefnumót með makanum sínum. Stefnumótið mátti ekki kosta meira en fjögur þúsund krónur.

Það var eins og við manninn mælt hjá Ólafi sem er kvæntur henni Guðrúnu. Hann kíkti í geymslurnar og fann algjöra gimsteina, bæði gömul ljóð og til að toppa allt saman fann hann bónorðið til Guðrúnar fyrir tuttugu árum.

Í klippunni að neðan má sjá hvernig til tókskt á stefnumótunum. Einn makinn var sannfærður um að henni hefði tekist að gera skemmtilegra stefnumót. En var samt þokkalega sátt.

Lokaþátturinn í annarri seríu af Viltu finna milljón er á dagskrá á Stöð 2 í kvöld og þá kemur í ljós hvaða par stendur uppi sem sigurvegari. Skráning í þriðju seríu er handan við hornið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.