„Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2025 08:01 Bergrún Brá áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Bessastöðum. Fyrir nokkrum árum síðan var Bergrún í neyslu, ekki að vinna, heimilislaus og á félagslega kerfinu. Bergrún er ein þeirra 300 kvenna sem Menntasjóðurinn hefur styrkt til náms. „Við tölum oft um að þurfa að uppfæra símana okkar og uppfæra tölvurnar okkar. En það sama þarf að gerast hjá fólki með fíknisjúkdóma; sem þarf má segja að uppfæra heilann á sama hátt,“ segir Bergrún Brá Kormáksdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Vogi. „Því óbreyttur maður fer aftur út að drekka.“ Bergrún Brá talar ekki aðeins sem fagmaður þegar hún segir þetta. Heldur er hún að vísa í sína eigin reynslu; Hafandi verið kona í neyslu í mörg ár, á stanslausu ,,meðferðarbrölti“ eins og hún segir sjálf, búin að missa öll tengsl við fjölskyldu og vini. Þar á meðal sambandið við dóttur sína. „Við eigum samt afar fallegt samband í dag.“ Í dágóðan tíma var útlitið þó ekki gott. Eða allt þar til hún uppfærði sjálfa sig að má segja. Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali. Enn í dag byrja ég hvern dag á að lofa mér að reyna að vera betri manneskja í dag en ég var í gær.“ Bergrún Brá er meðal þeirra um 300 kvenna sem Menntasjóðurinn hefur styrkt til náms. Menntasjóðurinn er fjármagnaður með sölu leyniskilaboðakertanna sem eru til sölu út maí. Sérlegur velunnari átaksins í ár er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Í tilefni Mæðradagsins í dag, ætlum við að heyra sögu Bergrúnar. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Það er eiginlega ekki hægt að trúa því að þetta sé sama manneskjan því í dag er Bergrún hreystið uppmálað; Nú stödd í sauðburði vestur á Ströndum. Myndin til vinstri er af Bergrúnu frá neysluárunum og í raun gott dæmi um hversu mikil áhrif fíknisjúkdómar hafa á útlit fólks. Veit loksins hvað hún vill verða! Að sitja andspænis Bergrúnu gefur fólki alls ekki þá tilfinningu að fyrir aðeins fjórum árum síðan hafi Bergrún verið á kafi í neyslu. Oft sinnis hálf heimilislaus og löngu komin á bótakerfið. Því konan sem hér um ræðir virðist vera hreystið uppmálað. Má segja sem svo að tilfinningin „þessi hlýtur að vera á fullu í ræktinni“ fylgi því að hitta hana. Og það sem er svolítið táknrænt við hvar Bergrún starfar í dag er að hún fæddist 1. október árið 1977; Sama dag og stofndagur SÁÁ var haldinn. Flest okkar dettum síðan í einhverjar gryfjur um að Bergrún hljóti nú að hafa alist upp á brotnu heimili eða í einhverjum aðstæðum sem skýri út hvers vegna hún lenti í neyslu. Því já; Oft viljum við helst trúa því að það sé einkum sá hópur fólks sem lendi síðar í veseni. Ekki við hin. Bergrún er samt enn ein staðfestingin á hinu gagnstæða. „Ég ólst upp við mikla ást og kærleik og myndi lýsa æskunni minni sem mjög góðri.“ Bergrún á tvö yngri systkini og er dóttir hjónanna Láru Sveinbergsdóttur sem nú er látin og Örlygs Jónatanssonar. Þegar Bergrún var fimm ára, fluttist fjölskyldan á Seltjarnarnes. Þar gekk hún í Mýrarhúsaskóla og stúdentinn kláraði hún af félagsfræðibraut í Kvennó árið 1997. „Ég var bara sögð mjög virkur krakki og er enn,“ segir Bergrún og hlær. Bergrún viðurkennir að vera nokkuð viss um að hún hefði fengið einhverjar greiningar sem barn, hefði sú þekking verið komin lengra á þeim tíma. „Að minnsta kosti athyglisbrestinn því ég var lengi rosa týnd og vissi ekkert hvað ég vildi gera þegar ég yrði stór. Var alltaf að byrja í einhverju, hætta síðan og byrja í einhverju allt allt öðru. Til dæmis fór ég í Viðskipta- og tölvuskólann en fattaði fljótlega eftir nám að það átti engan veginn við mig. Þá fór ég í nuddaranámið í Fjölbrautaskólanum í Ármúlanum, kláraði bóklega námið en ekki það verklega,“ segir Bergrún. „En núna veit ég loksins hvað ég vill gera þegar ég er orðin stór!“ segir Bergrún og brosir; Alsæl með starfið sitt á Vogi. „Enda mátti ég svo sem við því að finna það út, rétt að verða fimmtug manneskjan,“ bætir hún við og hlær. Bergrún átti yndislega æsku og var alin upp í ást og kærleik; gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og kláraði stúdentinn í Kvennó. Bergrún lýsir sjálfri sér sem virkum krakka og er nokkuð sannfærð um að hún hefði fengið einhverjar greiningar sem barn, hefði sú þekking verið til staðar þá. Stuðpían Lengst af var Bergrún Brá fyrst og fremst að drekka. „Ég var stuðpían,“ segir hún um djammið; Mætti snemma, hætti seint og var alltaf til í meira. Bergrún byrjaði að drekka 14 ára. „Svona eins og var ekkert óalgengt þá.“ Og þekkti miðbæjardjammið þegar skemmtistaðirnir lokuðu klukkan 03. „Þegar staðirnir lokuðu fylltist miðbærinn af fólki en síðan fór maður bara heim.“ Oft eiga fjölskyldur sér sögur af fólki sem drekkur illa eða skilgreinast sem alkóhólistar. Svo var þó ekki í tilfelli Bergrúnar. „Nei, ekkert svoleiðis því það er enginn í fjölskyldunni minni með þennan sjúkdóm.“ Djammið fylgdi Bergrúnu þó ekki bara unglingsaldurinn eða fram að þrítugsaldrinum. Því hún var einfaldlega alltaf til í að drekka og djamma. Líka þegar hún var orðin móðir 29 ára en hún og barnsfaðir hennar slitu samvistum þegar dóttirin, Ingibjörg Lára var um tveggja ára. „Þá tóku við pabbahelgarnar,“ segir Bergrún með lúmskri tilvísun í það hvernig hún nýtti þær helgar í djamm. „Ég var reyndar byrjuð að fikta við að reykja kannabis árið 2008,“ segir hún þó allt í einu. „Og seinna átti kannabisið mig algjörlega.“ Það sem allir með fíknsjúkdóm reka sig hins vegar á er að djammið og gleðin og það að geta haldið áfram að drekka eða neyta annarra efna, endar alltaf á sama veg: Ömurlega. Eitt ár á milli mynda. Fyrri myndin er tekin áður en Bergrún fór í fyrstu meðferðina sína til Svíþjóðar en myndin til hægri er tekin eftir þá meðferð. Bergrún náði að halda sér edrú í sautján mánuði í það skiptið en hún segir meðferðina í Svíþjóð þó hafa bjargað lífi sínu; Hún var einfaldlega komin á svo vondan stað. Var skítsama um allt Bergrún var ein af þeim sem seldi sér þá hugmynd lengi að svo lengi sem hún stæði sína plikt, væri hún í góðu lagi. Stundaði sitt nám þegar það var og vann alltaf með, sótti síðan sína vinnu og stóð sína pligt þar. „En á endanum var það síðan ekkert hægt.“ Árið 2012 skellti Bergrún sér í félagsráðgjafanámið í Háskóla Íslands, var í vinnu með skólanum og bjó með dóttur sinni. En ég fór fljótt úr því að vera einstæð móðir í vinnu og námi yfir í að missa íbúðina, dóttur mína sem fór að búa hjá pabba sínum, hætta í námi og vera farin að búa á einhverjum sófum hjá vinum mínum hér og þar.“ Því já; Þróunin hjá Bergrúnu var sú að í kjölfarið að móðir hennar greinist með krabbamein árið 2014, fór Bergrún að neyta annarra efna. Eins og hvaða efna? „Við skulum bara segja að ég hafi farið í neyslu á öllum þeim efnum sem til eru,“ svarar Bergrún skýrt og skorinort. „Ég fór á versta staðinn. Þetta var ógeðslegt. Viðbjóður,“ segir Bergrún sem dæmi um hvers konar lýsingarorð fylgja upprifjun frá þessum tíma. En hugsaðir þú aldrei með þér: Hvernig gerðist það eiginlega að ég endaði á þessum stað í lífinu? Dóttirin farin og allt…. „Ég notaði eiginlega alltaf meira og meira af efnum til þess að finna ekki fyrir þeim tilfinningum sem fylgdu neyslunni. Því þá eru tilfinningar ríkjandi eins og skömm og sektarkennd,“ segir Bergrún en bætir við: „Fjölskyldan mín var samt orðin mjög hrædd og óttaslegin, mamma í lyfjameðferð og ég búin að koma mér í einhvern algjöran viðbjóð.“ Bergrún segist þó aldrei hafa þróast út á glæpabrautina. „Frekar mætti segja að ég hafi verið í vafasömum félagsskap,“ skýrir hún út og varkárnin leynir sér ekki í orðunum. Þegar Bergrún var 37 ára fór hún í sína fyrstu meðferð. „Ég bókaði mig í þá meðferð til að friða fólkið mitt. En viðurkenni samt að eftir að hafa farið í allan pakkann: Fyrst á Vog og síðan á Vík, að þegar ég útskrifaðist á Þorláksmessu árið 2014, hélt ég í alvörunni að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fara í neyslu aftur,“ segir Bergrún og bætir við: „Mamma deyr 31. janúar árið 2015 og þá var ég þegar byrjuð að fikta við að reykja aftur.“ Bergrún með móður sinni heitinni, Láru Sveinbergsdóttur og systkinum; Hörpu Lind og Jónatani Arnari. Bergrún missti öll tök á neyslunni eftir að mamma hennar greindist með krabbamein. Þá fór hún í að neyta allra þeirra efna sem hægt er að neyta. Síðasti sénsinn Ég fór í fleiri meðferðir en fór fljótt á húrrandi fyllerí og í verstu tegund af neyslu harðra efna. Því þannig er þessi sjúkdómur: Hann þróast alltaf á verri veg. Þú skánar ekki í neyslu.“ Þegar hér var komið var Bergrún meira og minna undir áhrifum, ekki að vinna, húsnæðislaus og á félagslega kerfinu. „Árið 2017 fékk ég tækifæri til að fara til Svíþjóðar í meðferð og ég myndi segja að sú meðferð hafi bjargað lífi mínu.“ Eftir þessa meðferð var Bergrún edrú í sautján mánuði, síðan kom stutt bakslag og Bergrún endar aftur í meðferð í Svíþjóð haustið 2018. „Þá vaknaði ég í afvötnun þar og hugsaði með mér: Djísus kræst, er ég í alvörunni komin hingað aftur.“ Bergrún fellur snemma árs 2019. „Þá rann ekki af mér fyrr en árið 2021 með örstuttum innlögnum þó inn á Vog í millitíðinni sem dugðu þó skammt.“ 13.júlí 2021 er samt stóri edrúdagurinn hennar Bergrúnar. Þá fékk ég enn eitt tækifærið til að fara til Svíþjóðar og í þetta sinn leið mér þannig að verið væri að rétta mér hjálparhönd í síðasta sinn. Dóttir mín var orðin unglingur og hætt að tala við mig en ég man að ég hugsaði með mér: Ókei, ég er að fá einn séns í viðbót og nú er líka eins gott að ég nýti mér hann.“ Með ferðatösku heim til pabba Að verða edrú var þó ekkert svona auðvelt. Því Bergrún endaði með að vinna mikið í sjálfri sér, uppfæra heilan eins og sagði í byrjun. „Ég hef alltaf verið fáránlega fljót að jafna mig líkamlega eftir neyslu. En andlega tekur þetta miklu lengri tíma. Neysluhegðunin heldur nefnilega áfram þótt maður sé hættur að neyta efna,“ segir Bergrún og útskýrir að neysluhegðun feli í sér hvernig maður hugsar, talar og hegðar sér. Í neyslu var ég mjög óheiðarleg en í dag skiptir heiðarleikinn mig öllu máli svo ég taki dæmi um hversu miklar andstæðurnar eru. Því í neyslu er maður svo óábyrgur fyrir svo mörgu í lífinu og það að taka allt í einu ábyrgð á lífi sínu gerist ekki á einni nóttu. Það tekur oft tíma að þróa þennan sjúkdóm. Að sama skapi tekur það tíma að fá bata frá honum.“ Bergrún endaði með að vera í átta mánuði í Svíþjóð í þetta sinn. „Ég fór í gegnum 12 spora prógrammið þar sem maður þarf að gera lífið sitt upp. Það sem bjargaði mér líka er að ég var með sturlað góðan ráðgjafa þarna úti sem ég er enn í miklum samskiptum við og ein af mínum bestu vinkonum.“ 10. mars árið 2022 kemur Bergrún aftur til Íslands. 45 ára og edrú. Með aleiguna í einni ferðatösku. Og flutti heim til pabba síns. „Þar bjó ég í hálft ár, fór í endurhæfingu hjá VIRK, var svaka dugleg að fara á AA fundi og hélt áfram að vinna með sjálfan mig.“ Haustið 2022 fékk hún síðan litla og sæta íbúð og smátt og smátt hófust samskiptin á ný við dótturina. „Því fólk þarf að átta sig á því að það tekur fjölskyldur og vini oft langan tíma að jafna sig. Þótt maður sjálfur sé kominn í bata er ekki þar með sagt að það eigi um alla í fjölskyldunni. Að ávinna sér traust á ný tekur tíma,“ segir Bergrún. Fallegar mæðgnamyndir en dóttir Bergrúnar heitir Ingibjörg Lára. Ingibjörg flutti til pabba síns þegar hún var átta ára og þegar myndin til hægri var tekin, höfðu mæðgurnar ekki hist í þrjú ár vegna neyslu Bergrúnar. Bergrún og Ingibjörg eiga hins vegar afar gott og fallegt samband í dag. Haustið 2023 sótti Bergrún um styrk í Menntasjóðinn, en til hans þekkti hún vegna þess að hún hafði sjálf oft tekið þátt í sjálfboðastarfi fyrir Mæðrastyrksnefnd. Að læra að verða áfengis- og vímuefnaráðgjafi tekur þrjár bóklegar annir í Háskólanum á Akureyri og frá því í janúar 2024 hefur Bergrún starfað á Vogi sem hluta af sínu verklega námi en starfsnámið tekur þrjú ár. „Ég man reyndar eftir því að kona sem vann á Vogi fyrstu meðferðina mína sagði við mig þegar ég kvaddi: Ég vill síðan ekki sjá þig hér aftur nema sem starfsmann,“ segir Bergrún og hlær. „Sem tókst á endanum þótt það hafi svo sem þurft nokkrar tilraunir þar til þá.“ Bergrún er bjartsýn á framtíðina. Það er auðheyrt í öllu tali hjá henni. „Já ég bý með köttunum mínum tveimur í sætri íbúð sem er önnur en sú sem ég flutti í fyrst og dóttir mín kemur til mín eins mikið og hún vill og getur“ segir Bergrún og brosir. Nú á leið í sauðburð á Ströndum þar sem ætlunin er að vera í viku. „Lífið hefur stækkað hægt og rólega hjá mér sem betur fer. En ég hef líka þurft að hafa fyrir hlutunum í edrúmennskunni. En það er svo mikill munur á því að vera edrú og virkur samfélagsþegn í samanburði við að vera í neyslu og baggi á samfélaginu. Þess vegna segi ég alltaf við fólk sem er í neyslu: Aldrei að gefast upp á því að reyna að hætta,“ segir Bergrún og bendir líka á að bati hjá einum einstaklingi hafi svo mikið að segja fyrir fullt af öðru fólki líka. Því í kringum hvern einstakling í neyslu eru ótrúlega margir einstaklingar sem þjást. Og þótt það taki tíma að sanna sig á ný gagnvart því fólki er ekkert annað að gera en að vera tilbúin í það verkefni. Og vinna að því á hverjum degi að reyna að vera betri manneskja í dag en í gær.“ Menntun er máttur: Fjáröflun Menntasjóðsins byggir á sölu leyniskilaboðakerta. Velunnari átaksins í ár er Halla Tómasdóttir forseti Íslands, sem valdi skilaboðin að þessu sinni: Vertu riddari kærleikans. Kertin eru meðal annars til sölu í Epal, Eymundsson og Blómaval en átakinu var á dögunum ýtt úr vör í sérstöku boði forsetans á Bessastaði. Um kertasölu Menntasjóðsins: Menntasjóðurinn hefur veitt um 600 styrki til um 300 kvenna en fjáröflun sjóðsins byggir á sölu fallegra leyniskilaboðakerta sem stendur út maímánuð. Kertin eru í skál og þegar vaxið bráðnar, koma skilaboðin smátt og smátt í ljós. Að þessu sinni valdi Halla Tómasdóttir skilaboðin en þau eru: Vertu riddari kærleikans. Leyniskilaboðakertin eru hönnuð af Þórunni Árnadóttur en þau eru meðal annars til sölu í Epal, Eymundsson og Blómaval. Fíkn SÁÁ Fjölskyldumál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. 20. apríl 2025 08:02 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
„Því óbreyttur maður fer aftur út að drekka.“ Bergrún Brá talar ekki aðeins sem fagmaður þegar hún segir þetta. Heldur er hún að vísa í sína eigin reynslu; Hafandi verið kona í neyslu í mörg ár, á stanslausu ,,meðferðarbrölti“ eins og hún segir sjálf, búin að missa öll tengsl við fjölskyldu og vini. Þar á meðal sambandið við dóttur sína. „Við eigum samt afar fallegt samband í dag.“ Í dágóðan tíma var útlitið þó ekki gott. Eða allt þar til hún uppfærði sjálfa sig að má segja. Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali. Enn í dag byrja ég hvern dag á að lofa mér að reyna að vera betri manneskja í dag en ég var í gær.“ Bergrún Brá er meðal þeirra um 300 kvenna sem Menntasjóðurinn hefur styrkt til náms. Menntasjóðurinn er fjármagnaður með sölu leyniskilaboðakertanna sem eru til sölu út maí. Sérlegur velunnari átaksins í ár er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Í tilefni Mæðradagsins í dag, ætlum við að heyra sögu Bergrúnar. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Það er eiginlega ekki hægt að trúa því að þetta sé sama manneskjan því í dag er Bergrún hreystið uppmálað; Nú stödd í sauðburði vestur á Ströndum. Myndin til vinstri er af Bergrúnu frá neysluárunum og í raun gott dæmi um hversu mikil áhrif fíknisjúkdómar hafa á útlit fólks. Veit loksins hvað hún vill verða! Að sitja andspænis Bergrúnu gefur fólki alls ekki þá tilfinningu að fyrir aðeins fjórum árum síðan hafi Bergrún verið á kafi í neyslu. Oft sinnis hálf heimilislaus og löngu komin á bótakerfið. Því konan sem hér um ræðir virðist vera hreystið uppmálað. Má segja sem svo að tilfinningin „þessi hlýtur að vera á fullu í ræktinni“ fylgi því að hitta hana. Og það sem er svolítið táknrænt við hvar Bergrún starfar í dag er að hún fæddist 1. október árið 1977; Sama dag og stofndagur SÁÁ var haldinn. Flest okkar dettum síðan í einhverjar gryfjur um að Bergrún hljóti nú að hafa alist upp á brotnu heimili eða í einhverjum aðstæðum sem skýri út hvers vegna hún lenti í neyslu. Því já; Oft viljum við helst trúa því að það sé einkum sá hópur fólks sem lendi síðar í veseni. Ekki við hin. Bergrún er samt enn ein staðfestingin á hinu gagnstæða. „Ég ólst upp við mikla ást og kærleik og myndi lýsa æskunni minni sem mjög góðri.“ Bergrún á tvö yngri systkini og er dóttir hjónanna Láru Sveinbergsdóttur sem nú er látin og Örlygs Jónatanssonar. Þegar Bergrún var fimm ára, fluttist fjölskyldan á Seltjarnarnes. Þar gekk hún í Mýrarhúsaskóla og stúdentinn kláraði hún af félagsfræðibraut í Kvennó árið 1997. „Ég var bara sögð mjög virkur krakki og er enn,“ segir Bergrún og hlær. Bergrún viðurkennir að vera nokkuð viss um að hún hefði fengið einhverjar greiningar sem barn, hefði sú þekking verið komin lengra á þeim tíma. „Að minnsta kosti athyglisbrestinn því ég var lengi rosa týnd og vissi ekkert hvað ég vildi gera þegar ég yrði stór. Var alltaf að byrja í einhverju, hætta síðan og byrja í einhverju allt allt öðru. Til dæmis fór ég í Viðskipta- og tölvuskólann en fattaði fljótlega eftir nám að það átti engan veginn við mig. Þá fór ég í nuddaranámið í Fjölbrautaskólanum í Ármúlanum, kláraði bóklega námið en ekki það verklega,“ segir Bergrún. „En núna veit ég loksins hvað ég vill gera þegar ég er orðin stór!“ segir Bergrún og brosir; Alsæl með starfið sitt á Vogi. „Enda mátti ég svo sem við því að finna það út, rétt að verða fimmtug manneskjan,“ bætir hún við og hlær. Bergrún átti yndislega æsku og var alin upp í ást og kærleik; gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og kláraði stúdentinn í Kvennó. Bergrún lýsir sjálfri sér sem virkum krakka og er nokkuð sannfærð um að hún hefði fengið einhverjar greiningar sem barn, hefði sú þekking verið til staðar þá. Stuðpían Lengst af var Bergrún Brá fyrst og fremst að drekka. „Ég var stuðpían,“ segir hún um djammið; Mætti snemma, hætti seint og var alltaf til í meira. Bergrún byrjaði að drekka 14 ára. „Svona eins og var ekkert óalgengt þá.“ Og þekkti miðbæjardjammið þegar skemmtistaðirnir lokuðu klukkan 03. „Þegar staðirnir lokuðu fylltist miðbærinn af fólki en síðan fór maður bara heim.“ Oft eiga fjölskyldur sér sögur af fólki sem drekkur illa eða skilgreinast sem alkóhólistar. Svo var þó ekki í tilfelli Bergrúnar. „Nei, ekkert svoleiðis því það er enginn í fjölskyldunni minni með þennan sjúkdóm.“ Djammið fylgdi Bergrúnu þó ekki bara unglingsaldurinn eða fram að þrítugsaldrinum. Því hún var einfaldlega alltaf til í að drekka og djamma. Líka þegar hún var orðin móðir 29 ára en hún og barnsfaðir hennar slitu samvistum þegar dóttirin, Ingibjörg Lára var um tveggja ára. „Þá tóku við pabbahelgarnar,“ segir Bergrún með lúmskri tilvísun í það hvernig hún nýtti þær helgar í djamm. „Ég var reyndar byrjuð að fikta við að reykja kannabis árið 2008,“ segir hún þó allt í einu. „Og seinna átti kannabisið mig algjörlega.“ Það sem allir með fíknsjúkdóm reka sig hins vegar á er að djammið og gleðin og það að geta haldið áfram að drekka eða neyta annarra efna, endar alltaf á sama veg: Ömurlega. Eitt ár á milli mynda. Fyrri myndin er tekin áður en Bergrún fór í fyrstu meðferðina sína til Svíþjóðar en myndin til hægri er tekin eftir þá meðferð. Bergrún náði að halda sér edrú í sautján mánuði í það skiptið en hún segir meðferðina í Svíþjóð þó hafa bjargað lífi sínu; Hún var einfaldlega komin á svo vondan stað. Var skítsama um allt Bergrún var ein af þeim sem seldi sér þá hugmynd lengi að svo lengi sem hún stæði sína plikt, væri hún í góðu lagi. Stundaði sitt nám þegar það var og vann alltaf með, sótti síðan sína vinnu og stóð sína pligt þar. „En á endanum var það síðan ekkert hægt.“ Árið 2012 skellti Bergrún sér í félagsráðgjafanámið í Háskóla Íslands, var í vinnu með skólanum og bjó með dóttur sinni. En ég fór fljótt úr því að vera einstæð móðir í vinnu og námi yfir í að missa íbúðina, dóttur mína sem fór að búa hjá pabba sínum, hætta í námi og vera farin að búa á einhverjum sófum hjá vinum mínum hér og þar.“ Því já; Þróunin hjá Bergrúnu var sú að í kjölfarið að móðir hennar greinist með krabbamein árið 2014, fór Bergrún að neyta annarra efna. Eins og hvaða efna? „Við skulum bara segja að ég hafi farið í neyslu á öllum þeim efnum sem til eru,“ svarar Bergrún skýrt og skorinort. „Ég fór á versta staðinn. Þetta var ógeðslegt. Viðbjóður,“ segir Bergrún sem dæmi um hvers konar lýsingarorð fylgja upprifjun frá þessum tíma. En hugsaðir þú aldrei með þér: Hvernig gerðist það eiginlega að ég endaði á þessum stað í lífinu? Dóttirin farin og allt…. „Ég notaði eiginlega alltaf meira og meira af efnum til þess að finna ekki fyrir þeim tilfinningum sem fylgdu neyslunni. Því þá eru tilfinningar ríkjandi eins og skömm og sektarkennd,“ segir Bergrún en bætir við: „Fjölskyldan mín var samt orðin mjög hrædd og óttaslegin, mamma í lyfjameðferð og ég búin að koma mér í einhvern algjöran viðbjóð.“ Bergrún segist þó aldrei hafa þróast út á glæpabrautina. „Frekar mætti segja að ég hafi verið í vafasömum félagsskap,“ skýrir hún út og varkárnin leynir sér ekki í orðunum. Þegar Bergrún var 37 ára fór hún í sína fyrstu meðferð. „Ég bókaði mig í þá meðferð til að friða fólkið mitt. En viðurkenni samt að eftir að hafa farið í allan pakkann: Fyrst á Vog og síðan á Vík, að þegar ég útskrifaðist á Þorláksmessu árið 2014, hélt ég í alvörunni að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fara í neyslu aftur,“ segir Bergrún og bætir við: „Mamma deyr 31. janúar árið 2015 og þá var ég þegar byrjuð að fikta við að reykja aftur.“ Bergrún með móður sinni heitinni, Láru Sveinbergsdóttur og systkinum; Hörpu Lind og Jónatani Arnari. Bergrún missti öll tök á neyslunni eftir að mamma hennar greindist með krabbamein. Þá fór hún í að neyta allra þeirra efna sem hægt er að neyta. Síðasti sénsinn Ég fór í fleiri meðferðir en fór fljótt á húrrandi fyllerí og í verstu tegund af neyslu harðra efna. Því þannig er þessi sjúkdómur: Hann þróast alltaf á verri veg. Þú skánar ekki í neyslu.“ Þegar hér var komið var Bergrún meira og minna undir áhrifum, ekki að vinna, húsnæðislaus og á félagslega kerfinu. „Árið 2017 fékk ég tækifæri til að fara til Svíþjóðar í meðferð og ég myndi segja að sú meðferð hafi bjargað lífi mínu.“ Eftir þessa meðferð var Bergrún edrú í sautján mánuði, síðan kom stutt bakslag og Bergrún endar aftur í meðferð í Svíþjóð haustið 2018. „Þá vaknaði ég í afvötnun þar og hugsaði með mér: Djísus kræst, er ég í alvörunni komin hingað aftur.“ Bergrún fellur snemma árs 2019. „Þá rann ekki af mér fyrr en árið 2021 með örstuttum innlögnum þó inn á Vog í millitíðinni sem dugðu þó skammt.“ 13.júlí 2021 er samt stóri edrúdagurinn hennar Bergrúnar. Þá fékk ég enn eitt tækifærið til að fara til Svíþjóðar og í þetta sinn leið mér þannig að verið væri að rétta mér hjálparhönd í síðasta sinn. Dóttir mín var orðin unglingur og hætt að tala við mig en ég man að ég hugsaði með mér: Ókei, ég er að fá einn séns í viðbót og nú er líka eins gott að ég nýti mér hann.“ Með ferðatösku heim til pabba Að verða edrú var þó ekkert svona auðvelt. Því Bergrún endaði með að vinna mikið í sjálfri sér, uppfæra heilan eins og sagði í byrjun. „Ég hef alltaf verið fáránlega fljót að jafna mig líkamlega eftir neyslu. En andlega tekur þetta miklu lengri tíma. Neysluhegðunin heldur nefnilega áfram þótt maður sé hættur að neyta efna,“ segir Bergrún og útskýrir að neysluhegðun feli í sér hvernig maður hugsar, talar og hegðar sér. Í neyslu var ég mjög óheiðarleg en í dag skiptir heiðarleikinn mig öllu máli svo ég taki dæmi um hversu miklar andstæðurnar eru. Því í neyslu er maður svo óábyrgur fyrir svo mörgu í lífinu og það að taka allt í einu ábyrgð á lífi sínu gerist ekki á einni nóttu. Það tekur oft tíma að þróa þennan sjúkdóm. Að sama skapi tekur það tíma að fá bata frá honum.“ Bergrún endaði með að vera í átta mánuði í Svíþjóð í þetta sinn. „Ég fór í gegnum 12 spora prógrammið þar sem maður þarf að gera lífið sitt upp. Það sem bjargaði mér líka er að ég var með sturlað góðan ráðgjafa þarna úti sem ég er enn í miklum samskiptum við og ein af mínum bestu vinkonum.“ 10. mars árið 2022 kemur Bergrún aftur til Íslands. 45 ára og edrú. Með aleiguna í einni ferðatösku. Og flutti heim til pabba síns. „Þar bjó ég í hálft ár, fór í endurhæfingu hjá VIRK, var svaka dugleg að fara á AA fundi og hélt áfram að vinna með sjálfan mig.“ Haustið 2022 fékk hún síðan litla og sæta íbúð og smátt og smátt hófust samskiptin á ný við dótturina. „Því fólk þarf að átta sig á því að það tekur fjölskyldur og vini oft langan tíma að jafna sig. Þótt maður sjálfur sé kominn í bata er ekki þar með sagt að það eigi um alla í fjölskyldunni. Að ávinna sér traust á ný tekur tíma,“ segir Bergrún. Fallegar mæðgnamyndir en dóttir Bergrúnar heitir Ingibjörg Lára. Ingibjörg flutti til pabba síns þegar hún var átta ára og þegar myndin til hægri var tekin, höfðu mæðgurnar ekki hist í þrjú ár vegna neyslu Bergrúnar. Bergrún og Ingibjörg eiga hins vegar afar gott og fallegt samband í dag. Haustið 2023 sótti Bergrún um styrk í Menntasjóðinn, en til hans þekkti hún vegna þess að hún hafði sjálf oft tekið þátt í sjálfboðastarfi fyrir Mæðrastyrksnefnd. Að læra að verða áfengis- og vímuefnaráðgjafi tekur þrjár bóklegar annir í Háskólanum á Akureyri og frá því í janúar 2024 hefur Bergrún starfað á Vogi sem hluta af sínu verklega námi en starfsnámið tekur þrjú ár. „Ég man reyndar eftir því að kona sem vann á Vogi fyrstu meðferðina mína sagði við mig þegar ég kvaddi: Ég vill síðan ekki sjá þig hér aftur nema sem starfsmann,“ segir Bergrún og hlær. „Sem tókst á endanum þótt það hafi svo sem þurft nokkrar tilraunir þar til þá.“ Bergrún er bjartsýn á framtíðina. Það er auðheyrt í öllu tali hjá henni. „Já ég bý með köttunum mínum tveimur í sætri íbúð sem er önnur en sú sem ég flutti í fyrst og dóttir mín kemur til mín eins mikið og hún vill og getur“ segir Bergrún og brosir. Nú á leið í sauðburð á Ströndum þar sem ætlunin er að vera í viku. „Lífið hefur stækkað hægt og rólega hjá mér sem betur fer. En ég hef líka þurft að hafa fyrir hlutunum í edrúmennskunni. En það er svo mikill munur á því að vera edrú og virkur samfélagsþegn í samanburði við að vera í neyslu og baggi á samfélaginu. Þess vegna segi ég alltaf við fólk sem er í neyslu: Aldrei að gefast upp á því að reyna að hætta,“ segir Bergrún og bendir líka á að bati hjá einum einstaklingi hafi svo mikið að segja fyrir fullt af öðru fólki líka. Því í kringum hvern einstakling í neyslu eru ótrúlega margir einstaklingar sem þjást. Og þótt það taki tíma að sanna sig á ný gagnvart því fólki er ekkert annað að gera en að vera tilbúin í það verkefni. Og vinna að því á hverjum degi að reyna að vera betri manneskja í dag en í gær.“ Menntun er máttur: Fjáröflun Menntasjóðsins byggir á sölu leyniskilaboðakerta. Velunnari átaksins í ár er Halla Tómasdóttir forseti Íslands, sem valdi skilaboðin að þessu sinni: Vertu riddari kærleikans. Kertin eru meðal annars til sölu í Epal, Eymundsson og Blómaval en átakinu var á dögunum ýtt úr vör í sérstöku boði forsetans á Bessastaði. Um kertasölu Menntasjóðsins: Menntasjóðurinn hefur veitt um 600 styrki til um 300 kvenna en fjáröflun sjóðsins byggir á sölu fallegra leyniskilaboðakerta sem stendur út maímánuð. Kertin eru í skál og þegar vaxið bráðnar, koma skilaboðin smátt og smátt í ljós. Að þessu sinni valdi Halla Tómasdóttir skilaboðin en þau eru: Vertu riddari kærleikans. Leyniskilaboðakertin eru hönnuð af Þórunni Árnadóttur en þau eru meðal annars til sölu í Epal, Eymundsson og Blómaval.
Fíkn SÁÁ Fjölskyldumál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. 20. apríl 2025 08:02 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01
Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. 20. apríl 2025 08:02
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02