Lífið

Arnar og Sara gáfu syninum nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnar og Sara gáfu syni sinum nafn við fallega athöfn í heimahúsi um helgina.
Arnar og Sara gáfu syni sinum nafn við fallega athöfn í heimahúsi um helgina.

Hlauparinn Arnar Pétursson og Sara Björk Þorsteinsdóttir, förðunarfræðingur og ljósmyndari, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi. Drengurinn fékk nafnið Þorsteinn Hrafn. 

Parið greindi frá gleðifréttunum á Instagram þar sem þau birtu mynd af fjölskyldunni prúðbúinni í tilefni dagsins. Þorsteinn litli kom í heiminn þann 10. mars síðastliðinn. Fyrir eiga Arnar og Sara eina dóttur, Sölku, sem fæddist í mars árið 2022.

Parið tilkynnti að von væri á stækkun í fjölskyldunni í október síðastliðnum: „Litli bróðir væntanlegur 2025,“ skrifuðu þau við færsluna og birtu mynd af sónarmynd og bollaköku með bláu kremi innan í.

Arnar er einn þekktasti hlaupari landsins. Hann hefur um árabil ausið úr viskubrunni sínum til fólks um allt er varðar hlaup. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum, hlaupaþjálfari og rithöfundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.