Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2025 10:31 Sigrún hefur unnið á Stöð 2 í sextán ár. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur. Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast. Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast.
Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira