Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 17. maí 2025 06:30 Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun