Di María á förum frá Benfica Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 11:21 Ángel Di María var svekktur á svip eftir jafntefli í lokaumferð portúgölsku deildarinnar, hans síðasta deildarleik með Benfica. Diogo Cardoso/Getty Images Eftir að hafa misst af deildarmeistaratitlinum í gær tilkynnti Ángel Di María að hann væri á förum frá portúgalska félaginu Benfica. Benfica gerði 1-1 jafntefli við Braga í lokaumferðinni en Sporting vann 2-0 sigur gegn Vitoria de Guimaraes og varði titilinn. Benfica hefði þó þurft sex marka sigur til að vinna upp mismuninn í markatölu en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Di María kom til Benfica í annað sinn árið 2023, frá Juventus, og hefur skorað 32 mörk í 85 leikjum síðan. Hann spilaði áður með liðinu árin 2007-10, sló í gegn og var keyptur af Real Madrid. Á tíma sínum í höfuðborg Spánar vann hann spænsku deildina, Meistaradeildina og varð bikarmeistari þrisvar. Eftir eitt vonbrigðatímabil með Manchester United fluttist hann til PSG árið 2015 og varð franskur meistari fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Ángel Di María (@angeldimariajm) „Þetta var minn síðasti deildarleikur í þessari treyju, og ég er stoltur af því að hafa klæðst henni aftur… Það er bikarúrslitaleikur eftir næsta sunnudag og við munum leggja allt í sölurnar til að fagna sigri“ skrifaði Di María en tók ekki fram hvort hann myndi spila með Benfica á HM félagsliða, sem hefst þann 16. júní. Benfica spilar bikarúrslitaleik gegn Sporting næsta sunnudag og mögulega verður það síðasti leikur Di María fyrir félagið. Líklegt er talið að hann fari annað hvort til Inter Miami í Bandaríkjunum eða snúi heim til Rosario Central í Argentínu. Portúgalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Benfica gerði 1-1 jafntefli við Braga í lokaumferðinni en Sporting vann 2-0 sigur gegn Vitoria de Guimaraes og varði titilinn. Benfica hefði þó þurft sex marka sigur til að vinna upp mismuninn í markatölu en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Di María kom til Benfica í annað sinn árið 2023, frá Juventus, og hefur skorað 32 mörk í 85 leikjum síðan. Hann spilaði áður með liðinu árin 2007-10, sló í gegn og var keyptur af Real Madrid. Á tíma sínum í höfuðborg Spánar vann hann spænsku deildina, Meistaradeildina og varð bikarmeistari þrisvar. Eftir eitt vonbrigðatímabil með Manchester United fluttist hann til PSG árið 2015 og varð franskur meistari fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Ángel Di María (@angeldimariajm) „Þetta var minn síðasti deildarleikur í þessari treyju, og ég er stoltur af því að hafa klæðst henni aftur… Það er bikarúrslitaleikur eftir næsta sunnudag og við munum leggja allt í sölurnar til að fagna sigri“ skrifaði Di María en tók ekki fram hvort hann myndi spila með Benfica á HM félagsliða, sem hefst þann 16. júní. Benfica spilar bikarúrslitaleik gegn Sporting næsta sunnudag og mögulega verður það síðasti leikur Di María fyrir félagið. Líklegt er talið að hann fari annað hvort til Inter Miami í Bandaríkjunum eða snúi heim til Rosario Central í Argentínu.
Portúgalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira