Biggi ekki lengur lögga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 14:28 Birgir Örn er þekktur fyrir að hafa húmorinn að leiðarljósi eins og Edda Björgvins leikkona. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“ Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“
Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira