Cunha að ganga í raðir Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2025 17:24 Matheus Cunha mun að öllum líkindum spila í rauðu á næstu leiktíð. Shaun Botterill/Getty Images Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United. Það er Sky Sports sem greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins segir að Man Utd muni greiða 62,5 milljónir punda – nærri 11 milljarða íslenskra króna - fyrir þennan 25 ára gamla framherja. Í samningi Cunha við Úlfana er klásúla þess efnis að hann sé falur fyrir upphæðina nefnda hér að ofan. Í stað þess að eyða sumrinu í að prútta hafa Rauðu djöflarnir ákveðið að greiða klásúluna og fá leikmanninn því sem fyrst í sínar raðir. Samkvæmt Sky Sports er samningurinn svo gott sem frágenginn. Cunha telur Man Utd eitt stærsta félag í heim og telur litlar sem engar líkur á að liðið spili jafn illa á næstu leiktíð og það hefur gert á yfirstandandi tímabili. Man Utd er sem stendur í 16. Sæti, tveimur sætum neðar en Úlfarnir. Cunha gekk í raðir Úlfanna frá Atlético Madríd árið 2022. Hann hefur skorað alls 27 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða stöðu mun hann spila á vellinum? Það er ljóst að Ruben Amorim hefur keyrt kaupin á Cunha í gegn þar sem leikmanninum líður hvað best í stöðunni á bak við fremsta mann. Í 3-4-2-1 leikkerfi Amorim má reikna með að Cunha verði í vinstri „tíunni“ á bak við fremsta mann. Cunha getur einnig spilað sem fremsti maður en það er þó talið ólíklegt að hann muni spila margar mínútur þar sem Amorim er einnig með framherja á óskalista sínum. Nafnið sem er hvað helst nefnt til sögunnar er Liam Delap, framherji Ipswich Town. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Það er Sky Sports sem greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins segir að Man Utd muni greiða 62,5 milljónir punda – nærri 11 milljarða íslenskra króna - fyrir þennan 25 ára gamla framherja. Í samningi Cunha við Úlfana er klásúla þess efnis að hann sé falur fyrir upphæðina nefnda hér að ofan. Í stað þess að eyða sumrinu í að prútta hafa Rauðu djöflarnir ákveðið að greiða klásúluna og fá leikmanninn því sem fyrst í sínar raðir. Samkvæmt Sky Sports er samningurinn svo gott sem frágenginn. Cunha telur Man Utd eitt stærsta félag í heim og telur litlar sem engar líkur á að liðið spili jafn illa á næstu leiktíð og það hefur gert á yfirstandandi tímabili. Man Utd er sem stendur í 16. Sæti, tveimur sætum neðar en Úlfarnir. Cunha gekk í raðir Úlfanna frá Atlético Madríd árið 2022. Hann hefur skorað alls 27 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða stöðu mun hann spila á vellinum? Það er ljóst að Ruben Amorim hefur keyrt kaupin á Cunha í gegn þar sem leikmanninum líður hvað best í stöðunni á bak við fremsta mann. Í 3-4-2-1 leikkerfi Amorim má reikna með að Cunha verði í vinstri „tíunni“ á bak við fremsta mann. Cunha getur einnig spilað sem fremsti maður en það er þó talið ólíklegt að hann muni spila margar mínútur þar sem Amorim er einnig með framherja á óskalista sínum. Nafnið sem er hvað helst nefnt til sögunnar er Liam Delap, framherji Ipswich Town.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira