Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Árni Sæberg skrifar 21. maí 2025 06:33 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Ásdís bæjarstjóri ætlar að taka slaginn við ráðuneyti hans. Vísir/Anton Brink Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins. Í fundargerð fyrir fund bæjarráðs þann 8. maí síðastliðinn segir að ráðið hafi samþykkt með þremur atkvæðum og hjásetu tveggja fulltrúa minnihlutans að fela Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins. Með úrskurðinum var úthlutun lóðabyggingarréttar að Roðahvarfi númer 2 til 36 og 1 til 21 ógilt. Roðahvarf er hluti nýs hverfis í Kópavogi, Vatnsendahvarfs. Úthlutun lóða í hverfinu hófst í fyrra. „Undirrituð telja með vísan til þeirra hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Við leggjum því til að bæjarstjóra verði falið að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi til að fá úrskurði ráðuneytisins frá 2. maí hnekkt,“ segir í bókun meirihlutans vegna málsins. Grafi undan góðu uppgjöri Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, vakti athygli á málinu í Kópavogsblaðinu á dögunum. Það gerði hún í samhengi við útgáfu ársreiknings bæjarins. Í ársreikningum kom fram að rekstur Kópavogsbæjar hefði styrkst verulega árið 2024 og afkoman hefði verið sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins hefði verið 4,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu um ársreikninginn sagði að áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi hefði verið meginskýring niðurstöðu ársreiknings. „Það var því látið líta út fyrir að fyrir ábyrgan rekstur og miklar hagræðingar þá væri rekstrarniðurstaðan 4,5 milljarðar. Það er auðvitað blekking og auk þess var rekstrarkostnaður í reynd 300 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vaxtaberandi skuldir hækkuðu. Já, það má lesa þetta aftur. Vaxtaberandi skuldir hækkuðu á sama tíma og bæjarbúar greiddu hærri álögur en þeir gerðu ráð fyrir skv. áætlunum sveitarfélagsins,“ sagði Theódóra í grein sinni í Kópavogsblaðinu. Uppfært: Almannatengill Kópavogsbæjar hefur óskað eftir því að koma því á framfæri að þessu sé meirihluti bæjarstjórnar ósammála, enda hafi ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 verið endurskoðaður og staðfestur af bæjarstjórn Kópavogs. Adam ekki lengi í paradís Theodóra segir að eftir útgáfu ársreikningsins hefði Adam ekki verið lengi í paradís. Fagnaðarlæti Ásdísar bæjarstjóra hefðu ekki verið þögnuð þegar innviðaráðuneytið kvað upp úrskurð þar sem ákvörðun Kópavogsbæjar um úthlutun lóða og byggingarrétta í Vatnsendahvarfi var felld úr gildi því hún færi í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Um væri að ræða sex lóðir að verðmæti um 2,7 milljarða, af 3,1 milljarði, en búið væri að gera lóðaleigusamninga og þinglýsa þeim á lóðirnar. „Það þýðir að stór hluti af þessum rekstrarafgangi er í fullkomnu uppnámi. Þetta er verulega vond staða sem meirihlutinn í Kópavogi ber alla ábyrgð á og það sem stendur eftir í rekstrarreikningi bæjarins fyrir árið 2024 er aukinn rekstrarkostnaður, auknar álögur og hækkandi skuldir.“ Kom verulega á óvart Í svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Ásdís bæjarstjóri að niðurstaða innviðaráðuneytisins hefði komið verulega á óvart, enda hefði ráðuneytið áður hafnað beiðni um að fresta réttaráhrifum kærunnar fyrir rétt um ári síðan. „Með vísan til hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa er talið rétt að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa Kópavogsbæjar má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Þá gerum við alvarlegar athugasemdir við að málsmeðferðin hafi tekið tæpt ár hjá ráðuneytinu, sér í lagi í ljósi stöðunnar á húsnæðismarkaði. Við eru að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi og hefur bæjarráð falið mér það verkefni.“ Kópavogur Skipulag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Samþykkja tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu umhverfissviðs bæjarins um tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi í Kópavogi og hefur málinu verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. 19. desember 2023 10:41 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Í fundargerð fyrir fund bæjarráðs þann 8. maí síðastliðinn segir að ráðið hafi samþykkt með þremur atkvæðum og hjásetu tveggja fulltrúa minnihlutans að fela Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins. Með úrskurðinum var úthlutun lóðabyggingarréttar að Roðahvarfi númer 2 til 36 og 1 til 21 ógilt. Roðahvarf er hluti nýs hverfis í Kópavogi, Vatnsendahvarfs. Úthlutun lóða í hverfinu hófst í fyrra. „Undirrituð telja með vísan til þeirra hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Við leggjum því til að bæjarstjóra verði falið að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi til að fá úrskurði ráðuneytisins frá 2. maí hnekkt,“ segir í bókun meirihlutans vegna málsins. Grafi undan góðu uppgjöri Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, vakti athygli á málinu í Kópavogsblaðinu á dögunum. Það gerði hún í samhengi við útgáfu ársreiknings bæjarins. Í ársreikningum kom fram að rekstur Kópavogsbæjar hefði styrkst verulega árið 2024 og afkoman hefði verið sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins hefði verið 4,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu um ársreikninginn sagði að áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi hefði verið meginskýring niðurstöðu ársreiknings. „Það var því látið líta út fyrir að fyrir ábyrgan rekstur og miklar hagræðingar þá væri rekstrarniðurstaðan 4,5 milljarðar. Það er auðvitað blekking og auk þess var rekstrarkostnaður í reynd 300 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vaxtaberandi skuldir hækkuðu. Já, það má lesa þetta aftur. Vaxtaberandi skuldir hækkuðu á sama tíma og bæjarbúar greiddu hærri álögur en þeir gerðu ráð fyrir skv. áætlunum sveitarfélagsins,“ sagði Theódóra í grein sinni í Kópavogsblaðinu. Uppfært: Almannatengill Kópavogsbæjar hefur óskað eftir því að koma því á framfæri að þessu sé meirihluti bæjarstjórnar ósammála, enda hafi ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 verið endurskoðaður og staðfestur af bæjarstjórn Kópavogs. Adam ekki lengi í paradís Theodóra segir að eftir útgáfu ársreikningsins hefði Adam ekki verið lengi í paradís. Fagnaðarlæti Ásdísar bæjarstjóra hefðu ekki verið þögnuð þegar innviðaráðuneytið kvað upp úrskurð þar sem ákvörðun Kópavogsbæjar um úthlutun lóða og byggingarrétta í Vatnsendahvarfi var felld úr gildi því hún færi í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Um væri að ræða sex lóðir að verðmæti um 2,7 milljarða, af 3,1 milljarði, en búið væri að gera lóðaleigusamninga og þinglýsa þeim á lóðirnar. „Það þýðir að stór hluti af þessum rekstrarafgangi er í fullkomnu uppnámi. Þetta er verulega vond staða sem meirihlutinn í Kópavogi ber alla ábyrgð á og það sem stendur eftir í rekstrarreikningi bæjarins fyrir árið 2024 er aukinn rekstrarkostnaður, auknar álögur og hækkandi skuldir.“ Kom verulega á óvart Í svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Ásdís bæjarstjóri að niðurstaða innviðaráðuneytisins hefði komið verulega á óvart, enda hefði ráðuneytið áður hafnað beiðni um að fresta réttaráhrifum kærunnar fyrir rétt um ári síðan. „Með vísan til hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa er talið rétt að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa Kópavogsbæjar má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Þá gerum við alvarlegar athugasemdir við að málsmeðferðin hafi tekið tæpt ár hjá ráðuneytinu, sér í lagi í ljósi stöðunnar á húsnæðismarkaði. Við eru að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi og hefur bæjarráð falið mér það verkefni.“
Kópavogur Skipulag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Samþykkja tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu umhverfissviðs bæjarins um tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi í Kópavogi og hefur málinu verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. 19. desember 2023 10:41 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Samþykkja tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu umhverfissviðs bæjarins um tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi í Kópavogi og hefur málinu verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. 19. desember 2023 10:41