„Verð aldrei trúður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2025 23:17 Ange var ekki skemmt. David Lidstrom/Getty Images „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um gengi Man United og Tottenham á yfirstandandi leiktíð. Liðin sitja í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir hörmulegt gengi heima fyrir. Á sama tíma eru liðin komin í úrslitaleik Evrópudeildar og mun sigurliðið taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hinn 59 ára gamli Ange ræddi við fjölmiðla fyrr í dag og virtist allt annað en sáttur með grein þess efnis að hann væri á mörkunum að vera hetja eða trúður. „Ég skal segja ykkur eitt. Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður, félagi (e. mate),“ sagði Postecoglou í tengslum við greinina og þá arfleið sem hann mun skilja eftir sig hjá Spurs. „Ég er virkilega vonsvikinn að þú myndir nota slíkt orðalag um manneskju sem hefur í 26 ár, án nokkurra greiða frá einum né neinum, unnið sig upp í þá stöðu að vera stýra liði til úrslita í Evrópukeppni.“ „Að þú gefir í skyn að því við séum ekki að ná árangri þá sé ég trúður, ég veit ekki hvernig ég á að svara slíkri spurningu.“ Þjálfarinn hefur ítrekað verið spurður út í framtíð sína þar sem talið er að hann gæti verið látinn fara að tímabilinu loknu. „Skiptir það virkilega máli. Það skiptir ekki máli því á endanum er sannleikurinn sá að tækifærið er það sama fyrir mig, og það sem meira er, fyrir félagið.“ Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar hefst klukkan 19.00 annað kvöld, miðvikudag, og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um gengi Man United og Tottenham á yfirstandandi leiktíð. Liðin sitja í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir hörmulegt gengi heima fyrir. Á sama tíma eru liðin komin í úrslitaleik Evrópudeildar og mun sigurliðið taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hinn 59 ára gamli Ange ræddi við fjölmiðla fyrr í dag og virtist allt annað en sáttur með grein þess efnis að hann væri á mörkunum að vera hetja eða trúður. „Ég skal segja ykkur eitt. Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður, félagi (e. mate),“ sagði Postecoglou í tengslum við greinina og þá arfleið sem hann mun skilja eftir sig hjá Spurs. „Ég er virkilega vonsvikinn að þú myndir nota slíkt orðalag um manneskju sem hefur í 26 ár, án nokkurra greiða frá einum né neinum, unnið sig upp í þá stöðu að vera stýra liði til úrslita í Evrópukeppni.“ „Að þú gefir í skyn að því við séum ekki að ná árangri þá sé ég trúður, ég veit ekki hvernig ég á að svara slíkri spurningu.“ Þjálfarinn hefur ítrekað verið spurður út í framtíð sína þar sem talið er að hann gæti verið látinn fara að tímabilinu loknu. „Skiptir það virkilega máli. Það skiptir ekki máli því á endanum er sannleikurinn sá að tækifærið er það sama fyrir mig, og það sem meira er, fyrir félagið.“ Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar hefst klukkan 19.00 annað kvöld, miðvikudag, og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira