„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2025 07:02 Amorim veit að sama hvað gerist í kvöld þá verður næsta tímabil enginn dans á rósum. EPA-EFE/GARY OAKLEY Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira