Lífið

Staðal­í­myndir í sjávar­út­vegi: „Hvar er maðurinn þinn?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug er eignandi fiskvinnslu út á Granda.
Áslaug er eignandi fiskvinnslu út á Granda.

Áslaug Ragnarsdóttir Thorarensen er eigandi Djúpsins fiskvinnslu úti á Granda. Það var röð tilviljana sem leiddi hana út í fiskvinnslubransann en fyrir nokkrum árum hefði hún ekki getað sagt okkur muninn á ýsu og þorski.

Áslaug hefur rekið Djúpið í að verða þrjú ár og segir bransann harðan en afar gefandi. Hún sér fyrir sér framtíð í vinnslunni en Áslaug á engan kvóta og hafði engar tengingar við sjávarútveginn áður en hún tók við Djúpinu.

Áslaug leggur mikið upp úr að varðveita íslenskt handverk þegar kemur að fiskvinnslu. Fiskurinn er handflakaður og svo notast hún við gamlar Bader-vélar til að snyrt hann. Áslaug lítur ekki út eins og stereótýpan af fiskvinnslueiganda, svo vægt sé til orða tekið. Það má segja að hún sé að mölva upp staðalímyndirnar en hún hefur alveg fengið að finna fyrir því að hún passi ekki algjörlega í mótið.

„Hvar er maðurinn þinn? Er spurning sem ég hef fengið oftar en fimmtán sinnum,“ segir Áslaug meðal annars í meðfylgjandi innslagi. Ísland í dag fékk að kíkja í heimsókn í Djúpið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.